Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júlí 2023 16:56 Ferðamennirnir voru komnir ansi nálægt eldgosinu þegar björgunarsveitarmenn flæmdu þá í burtu. Um klukkutíma síðar brast gígbarmurinn og hraunið flæddi yfir staðinn þar sem ferðamennirnir höfðu verið. Sigurður Þór Helgason Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. Sigurður Þór Helgason, drónaflugmaður og eigandi verslunarinnar DJI Reykjavík, var staddur við Litla-Hrút þegar gígbarmurinn brast um fjögur í nótt. Hann náði að mynda bæði náttúruöflin og óþekka ferðamenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Sigurður tók en í greininni er líka fjöldi mynda: „Ég náði ansi góðu myndbandi af þessu með fallegum Keili í bakgrunni. En ég náði líka mynd af fólki sem hafði verið fyrir neðan gíginn nokkrum metrum frá þarna rétt áður,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Klippa: Ferðamenn við gíginn rétt áður en hann brast Tveir ferðamenn voru þá komnir ískyggilega nálægt og reyndu björgunarsveitarmenn ítrekað að ná athygli þeirra. „Björgunarsveitarmennirnir gerðu allt sem þeir gátu til að vekja athygli þeirra og keyrðu á buggybíl eins neðarlega í brekkuna fyrir framan gíginn og þeir treystu sér, blikkuðu ljósum, flautuðu og notuðu sírenur til að reyna að ná til þeirra. Þau hlupu þá í burtu í gangstæða átt yfir hraunið.“ Sigurður Þór Helgason með drónafjarstýringuna við eldgosið í Fagradlasfjalli 2021.Sigurður Þór Helgason „Um klukkutíma síðar þá hrynur gígurinn akkúrat yfir svæðið þar sem þau voru,“ segir hann. Sigurður var staddur um nokkur hundruð metra frá gígnum á vegum Rannsóknarstofu eldfjallafræði og náttúruvár að safna gögnum. „Þegar þetta var að gerast þá var ég með annan dróna í loftinu. Ég ætlaði að taka mynd af sólsetrinu og var með gíginn í mynd og Keili. Lét það bara rúlla og tveimur mínútur síðar hrynur gígurinn,“ segir hann. Hraunið gusaðist út úr gígnum eftir að gígbarmurinn brast. Hefði einhver verið upp við gosið á þeim tímapunkti hefði viðkomandi líklega ekki sloppið.Sigurður Þór Helgason Eins og þúsundir búbbluplasts Mikill gosórói var á svæðinu í fimm klukkutíma áður en gígurinn brast. Sigurður fann ekki fyrir honum en segist hafa séð að hraunskálin væri að fyllast. „Hljóðið var stórfurðulegt. Það var eins og þú myndir vera með búbbluplast, þúsundir búbbluplasts og sprengja það allt á sama tíma. Það snarkaði svo mikið, hraunið,“ segir Sigurður. „Þetta gerðist svo snöggt og var óraunverulegt. Síðan fundum við hitann koma að okkur þó við værum langt í burtu. Hraunið glitraði af því það var svo ofurheitt. Það var í raun hvítt og glitraði hvítu. Þetta var mögnuð upplifun,“ segir hann. Hraunið glitraði fallega vegna gríðarlegs hitans.Sigurður Þór Helgason Aðspurður hvort hann hefði orðið var við eitthvað óvenjulegt í aðdraganda sagði hann „Ég var búinn að taka eftir því að það var aðeins farið að leka sunnan megin við gíginn, þar sem hraunáin kemur úr honum. Það var aðeins farið að leka til hliðar, kominn lítill taumur meðfram gígnum.“ Það sást því að skálin var að fyllast. „Svo tók ég eftir því að það fór að brotna úr kantinum norðanmegin. Þess vegna lét ég annan drónann hanga þar ef eitthvað skyldi gerast. Mig grunaði að eitthvað myndi gerast.“ „Ég var farinn að sjá líka hvað það var mikið magn í honum. Taumarnir fóru enn hærra upp í loftið, jafnvel fjörutíu metra slettur. Ég sá alveg stóran mun á virkninni frá því nokkrum tímum áður.“ Hrauntaumarnir náðu tugi metra upp í loftið áður en barmurinn brast.Sigurður Þór Helgason Lætur svefninn ekki koma í veg fyrir góðar myndir Sigurður kom ekki heim frá gosstöðvunum fyrr en átta um morguninn og var bara búinn að sofa í sirka tvo tíma þegar blaðamaður náði tali af honum. Það væri þó þess virði fyrir einstakt myndefnið. „Maður leyfir sér ekkert að sofa þegar maður nær svona myndefni. Ég efast um að þetta hafi einhvern tímann náðst svona vel á vídjó,“ segir hann. Himinskin (e. skylight) er þegar hellir myndast í miðju hrauni.Sigurður Þór Helgason Eina skiptið sem Sigurður hefur náð jafnmögnuðu myndefni, að eigin sögn, var þegar hann tók mynd af svokölluðu himinskini (e. skylight) þar sem hellir myndaðist í miðju hrauninu í eldgosinu 2021 og glóði eldrauður að innan. „Þá var hraunáin storknuð og búin að mynda helli og það var gat í miðju storknuðu hraunin sem var eldrautt. Þegar ég fór með drónann að þessu sá ég eldglóandi sprungur og veggir. Hann var búinn að tæmast en ennþá svo heitur að hann var glóandi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband af himinskininu. Tveir hópar óþekkra ferðamanna Ólafur Arnar Gunnarsson, björgunarsveitarmaður frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var staddur norðanmegin við Litla-Hrút í gær að fylgjast með því að fólk færi ekki norður að gígnum. „Við verðum var við tvo hópa þarna um kvöldið,“ segir hann. Fyrri hópurinn samanstóð af þremur svartklæddum erlendum ungmennum sem birtust allt í einu á sléttunni við gíginn. Eftir tiltal báðust þau afsökunar og sneru til baka niður gönguleiðina að sögn Ólafs. „Töluvert seinna þegar var aðeins byrjað að rökkva þá sáum við tvo ferðamenn allt í einu birtast norðan við gíginn,“ segir hann. Þá hafi björgunarsveitarmenn ítrekað reynt að ná athygli fólksins með dróna og köllum sem tókst ekki. Ólafur Arnar Gunnarsson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, stóð vaktina við gosstöðvarnar í gær.Aðsent „Það endar með því að ég ásamt félaga mínum, við förum á buggy-bíl og reynum að komast nær. Ég næ að beina bílnum að þeim og kveikja á háu ljósin og blikkaði þau. „Þá virðast þau fatta að það sé búið að uppgötva þau,“ segir Ólafur. „Þá snúa þau við og við horfum á eftir þeim labba yfir nýja hraunið, á milli gíganna og hverfa. Fara greinilega sömu leið og þaðan sem þau komu.“ „Þar sem þau voru norðan við gíginn er akkúrat þar sem hrauntungan flæddi út í nótt. Ef þau hefðu verið á þessum stað þegar hraunið kom hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Ólafur segir að björgunarsveitarmennirnir hafi ekki náð tali af fólkinu af því þau létu sig hverfa. „Þau hafa væntanlega farið upp Meradalaleið og farið norður fyrir virka gíginn og komið yfir nýja hraunið. Það er eina leiðin sem við sjáum af því við vorum að fylgjast með hinum leiðunum. Við áttum ekki von á því að fólk kæmi yfir nýja hraunið á milli gíganna.“ „Þetta er með því kræfasta sem við höfum séð.“ Hér má sjá ferðamennina frá öðru sjónarhorni, ansi nálægt gígnum.Sigurður Þór Helgason Mikil gasmengun á sléttunni Fólkið sem gekk þarna um var í fjölþættri hættu. Auk gígbarmsins sem brast þá var töluverð gasmengun á sléttunni. Sömuleiðis sé ómögulegt að vita hve þykkt nýstorknað hraunið sem fólkið gekk á var. „Þetta er bara skel sem er ofan á glóandi hrauni sem maður veit ekki hversu þykkt er. Ef einhver stígur í gegn þá eiga menn ekki afturkvæmt,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar hafi verið langt í burtu, uppi á fjalli og undan vindi mældist töluvert gas á gasmælum þeirra að sögn Ólafs. „Það hefur verið gríðarleg gasmengun þarna niðri. Þau hafa verið heppin að sleppa. Við þorðum ekki að fara niður á sléttuna þó við værum með gasmæla og gasgrímur,“ segir hann. „Þetta er vandamálið. Fólk fer nálægt og á einhverjum tímapunkti fer það of nálægt og brennir sig. Þá er mjög erfitt að sækja þetta fólk eða hjálpa því.“ Hraunið að storkna um morguninn.Sigurður Þór Helgason Einn ferðamaður í Adidas-sandölum Fyrir utan þessa hópa var vaktin róleg hjá björgunarsveitarhópi Ólafs. Hinn hópurinn sinnti verkefnum sem voru mun erfiðari, meðal annars endurlífgunartilraunum á ferðamanninum sem lést. „Vaktin var tiltölulega róleg annars. Við vorum mikið að biðja fólk að fara ekki niður að hrauninu og að plástra hælsæri. Við fengum einn sem hafði komið þarna á inniskónum berfættur.“ Maðurinn var í Adidas-sandölum, hugsanlega þessari týpu.Adidas „Ég hef aldrei séð jafn furðulegt atvik,“ segir Ólafur um manninn sem var í svokölluðum Adidas flip flops. „Hann var búinn að skera sig á stóru tánni og við teipuðum það og hann treysti sér til að labba niður eftir. Við sögðum að ef hann yrði í vandræðum gæti hann hringt í 112 og við myndum sækja hann.“ Þá var mikið af fólki með hælsæri sem átti erfitt með gang. Hins vegar var ekkert þeirra neyðartilfelli. Vaktin var því heilt yfir ósköp róleg. Margir illa útbúnir og illa upplýstir Þá segir Ólafur það sérstaklega algengt hvað fólk sé illa búið og oft illa upplýst við gosstöðvarnar. Það eigi aðallega við um útlendinga. Oft sé eins og þeir hafi ekkert kynnt sér eldgosið. „Við sáum mjög marga á stuttbuxum og í stuttermabol og ekki með neinn bakpoka. Fólk var vatsnlaust, illa klætt og illa skóað. Hafði ekki hugmynd um að þetta væru 20 kílómetrar, Ha ég hélt að þetta væru bara tveir kílómetrar. Það virðist vera að fólk hafi ekki kynnt sér málið,“ segir Ólafur. Eldgos á Reykjanesi við Lilta-Hrút. Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Eru þetta bæði Íslendingar og útlendingar? „Aðallega útlendingar. Íslendingar voru áberandi með þetta á hreinu en útlendingarnir ekki alveg.“ „Það virðist vera að þeir útlendingar sem koma þarna hafi ekki raunverulega sýn á því hvað er í gangi og hversu hættulegt þetta er. Fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er langt og grýtt og hvað það verður kalt þarna á kvöldin,“ segir Ólafur „Fólk vill komast í hitann frá hrauninu en það gerir sér ekki grein fyrir því að það sé að fara ofan í lægð þar sem er gas.“ „Það virðist vanta upp á að útlendingar geri sér grein fyrir því hvað þetta er. Þegar fólk vill ekki afla sér upplýsinga og vill ekki lesa skiltin þá er rosalega erfitt að stjórna því. Þetta er stöðugur barningur, fólk áttar sig ekki á hættunni. Vill alltaf fara nálægt og jafnvel snerta hraunið.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. 19. júlí 2023 10:16 Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá. 19. júlí 2023 10:13 Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46 Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. 19. júlí 2023 09:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, drónaflugmaður og eigandi verslunarinnar DJI Reykjavík, var staddur við Litla-Hrút þegar gígbarmurinn brast um fjögur í nótt. Hann náði að mynda bæði náttúruöflin og óþekka ferðamenn. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Sigurður tók en í greininni er líka fjöldi mynda: „Ég náði ansi góðu myndbandi af þessu með fallegum Keili í bakgrunni. En ég náði líka mynd af fólki sem hafði verið fyrir neðan gíginn nokkrum metrum frá þarna rétt áður,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi. Klippa: Ferðamenn við gíginn rétt áður en hann brast Tveir ferðamenn voru þá komnir ískyggilega nálægt og reyndu björgunarsveitarmenn ítrekað að ná athygli þeirra. „Björgunarsveitarmennirnir gerðu allt sem þeir gátu til að vekja athygli þeirra og keyrðu á buggybíl eins neðarlega í brekkuna fyrir framan gíginn og þeir treystu sér, blikkuðu ljósum, flautuðu og notuðu sírenur til að reyna að ná til þeirra. Þau hlupu þá í burtu í gangstæða átt yfir hraunið.“ Sigurður Þór Helgason með drónafjarstýringuna við eldgosið í Fagradlasfjalli 2021.Sigurður Þór Helgason „Um klukkutíma síðar þá hrynur gígurinn akkúrat yfir svæðið þar sem þau voru,“ segir hann. Sigurður var staddur um nokkur hundruð metra frá gígnum á vegum Rannsóknarstofu eldfjallafræði og náttúruvár að safna gögnum. „Þegar þetta var að gerast þá var ég með annan dróna í loftinu. Ég ætlaði að taka mynd af sólsetrinu og var með gíginn í mynd og Keili. Lét það bara rúlla og tveimur mínútur síðar hrynur gígurinn,“ segir hann. Hraunið gusaðist út úr gígnum eftir að gígbarmurinn brast. Hefði einhver verið upp við gosið á þeim tímapunkti hefði viðkomandi líklega ekki sloppið.Sigurður Þór Helgason Eins og þúsundir búbbluplasts Mikill gosórói var á svæðinu í fimm klukkutíma áður en gígurinn brast. Sigurður fann ekki fyrir honum en segist hafa séð að hraunskálin væri að fyllast. „Hljóðið var stórfurðulegt. Það var eins og þú myndir vera með búbbluplast, þúsundir búbbluplasts og sprengja það allt á sama tíma. Það snarkaði svo mikið, hraunið,“ segir Sigurður. „Þetta gerðist svo snöggt og var óraunverulegt. Síðan fundum við hitann koma að okkur þó við værum langt í burtu. Hraunið glitraði af því það var svo ofurheitt. Það var í raun hvítt og glitraði hvítu. Þetta var mögnuð upplifun,“ segir hann. Hraunið glitraði fallega vegna gríðarlegs hitans.Sigurður Þór Helgason Aðspurður hvort hann hefði orðið var við eitthvað óvenjulegt í aðdraganda sagði hann „Ég var búinn að taka eftir því að það var aðeins farið að leka sunnan megin við gíginn, þar sem hraunáin kemur úr honum. Það var aðeins farið að leka til hliðar, kominn lítill taumur meðfram gígnum.“ Það sást því að skálin var að fyllast. „Svo tók ég eftir því að það fór að brotna úr kantinum norðanmegin. Þess vegna lét ég annan drónann hanga þar ef eitthvað skyldi gerast. Mig grunaði að eitthvað myndi gerast.“ „Ég var farinn að sjá líka hvað það var mikið magn í honum. Taumarnir fóru enn hærra upp í loftið, jafnvel fjörutíu metra slettur. Ég sá alveg stóran mun á virkninni frá því nokkrum tímum áður.“ Hrauntaumarnir náðu tugi metra upp í loftið áður en barmurinn brast.Sigurður Þór Helgason Lætur svefninn ekki koma í veg fyrir góðar myndir Sigurður kom ekki heim frá gosstöðvunum fyrr en átta um morguninn og var bara búinn að sofa í sirka tvo tíma þegar blaðamaður náði tali af honum. Það væri þó þess virði fyrir einstakt myndefnið. „Maður leyfir sér ekkert að sofa þegar maður nær svona myndefni. Ég efast um að þetta hafi einhvern tímann náðst svona vel á vídjó,“ segir hann. Himinskin (e. skylight) er þegar hellir myndast í miðju hrauni.Sigurður Þór Helgason Eina skiptið sem Sigurður hefur náð jafnmögnuðu myndefni, að eigin sögn, var þegar hann tók mynd af svokölluðu himinskini (e. skylight) þar sem hellir myndaðist í miðju hrauninu í eldgosinu 2021 og glóði eldrauður að innan. „Þá var hraunáin storknuð og búin að mynda helli og það var gat í miðju storknuðu hraunin sem var eldrautt. Þegar ég fór með drónann að þessu sá ég eldglóandi sprungur og veggir. Hann var búinn að tæmast en ennþá svo heitur að hann var glóandi.“ Hér fyrir neðan má sjá myndband af himinskininu. Tveir hópar óþekkra ferðamanna Ólafur Arnar Gunnarsson, björgunarsveitarmaður frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var staddur norðanmegin við Litla-Hrút í gær að fylgjast með því að fólk færi ekki norður að gígnum. „Við verðum var við tvo hópa þarna um kvöldið,“ segir hann. Fyrri hópurinn samanstóð af þremur svartklæddum erlendum ungmennum sem birtust allt í einu á sléttunni við gíginn. Eftir tiltal báðust þau afsökunar og sneru til baka niður gönguleiðina að sögn Ólafs. „Töluvert seinna þegar var aðeins byrjað að rökkva þá sáum við tvo ferðamenn allt í einu birtast norðan við gíginn,“ segir hann. Þá hafi björgunarsveitarmenn ítrekað reynt að ná athygli fólksins með dróna og köllum sem tókst ekki. Ólafur Arnar Gunnarsson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, stóð vaktina við gosstöðvarnar í gær.Aðsent „Það endar með því að ég ásamt félaga mínum, við förum á buggy-bíl og reynum að komast nær. Ég næ að beina bílnum að þeim og kveikja á háu ljósin og blikkaði þau. „Þá virðast þau fatta að það sé búið að uppgötva þau,“ segir Ólafur. „Þá snúa þau við og við horfum á eftir þeim labba yfir nýja hraunið, á milli gíganna og hverfa. Fara greinilega sömu leið og þaðan sem þau komu.“ „Þar sem þau voru norðan við gíginn er akkúrat þar sem hrauntungan flæddi út í nótt. Ef þau hefðu verið á þessum stað þegar hraunið kom hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Ólafur segir að björgunarsveitarmennirnir hafi ekki náð tali af fólkinu af því þau létu sig hverfa. „Þau hafa væntanlega farið upp Meradalaleið og farið norður fyrir virka gíginn og komið yfir nýja hraunið. Það er eina leiðin sem við sjáum af því við vorum að fylgjast með hinum leiðunum. Við áttum ekki von á því að fólk kæmi yfir nýja hraunið á milli gíganna.“ „Þetta er með því kræfasta sem við höfum séð.“ Hér má sjá ferðamennina frá öðru sjónarhorni, ansi nálægt gígnum.Sigurður Þór Helgason Mikil gasmengun á sléttunni Fólkið sem gekk þarna um var í fjölþættri hættu. Auk gígbarmsins sem brast þá var töluverð gasmengun á sléttunni. Sömuleiðis sé ómögulegt að vita hve þykkt nýstorknað hraunið sem fólkið gekk á var. „Þetta er bara skel sem er ofan á glóandi hrauni sem maður veit ekki hversu þykkt er. Ef einhver stígur í gegn þá eiga menn ekki afturkvæmt,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir að björgunarsveitirnar hafi verið langt í burtu, uppi á fjalli og undan vindi mældist töluvert gas á gasmælum þeirra að sögn Ólafs. „Það hefur verið gríðarleg gasmengun þarna niðri. Þau hafa verið heppin að sleppa. Við þorðum ekki að fara niður á sléttuna þó við værum með gasmæla og gasgrímur,“ segir hann. „Þetta er vandamálið. Fólk fer nálægt og á einhverjum tímapunkti fer það of nálægt og brennir sig. Þá er mjög erfitt að sækja þetta fólk eða hjálpa því.“ Hraunið að storkna um morguninn.Sigurður Þór Helgason Einn ferðamaður í Adidas-sandölum Fyrir utan þessa hópa var vaktin róleg hjá björgunarsveitarhópi Ólafs. Hinn hópurinn sinnti verkefnum sem voru mun erfiðari, meðal annars endurlífgunartilraunum á ferðamanninum sem lést. „Vaktin var tiltölulega róleg annars. Við vorum mikið að biðja fólk að fara ekki niður að hrauninu og að plástra hælsæri. Við fengum einn sem hafði komið þarna á inniskónum berfættur.“ Maðurinn var í Adidas-sandölum, hugsanlega þessari týpu.Adidas „Ég hef aldrei séð jafn furðulegt atvik,“ segir Ólafur um manninn sem var í svokölluðum Adidas flip flops. „Hann var búinn að skera sig á stóru tánni og við teipuðum það og hann treysti sér til að labba niður eftir. Við sögðum að ef hann yrði í vandræðum gæti hann hringt í 112 og við myndum sækja hann.“ Þá var mikið af fólki með hælsæri sem átti erfitt með gang. Hins vegar var ekkert þeirra neyðartilfelli. Vaktin var því heilt yfir ósköp róleg. Margir illa útbúnir og illa upplýstir Þá segir Ólafur það sérstaklega algengt hvað fólk sé illa búið og oft illa upplýst við gosstöðvarnar. Það eigi aðallega við um útlendinga. Oft sé eins og þeir hafi ekkert kynnt sér eldgosið. „Við sáum mjög marga á stuttbuxum og í stuttermabol og ekki með neinn bakpoka. Fólk var vatsnlaust, illa klætt og illa skóað. Hafði ekki hugmynd um að þetta væru 20 kílómetrar, Ha ég hélt að þetta væru bara tveir kílómetrar. Það virðist vera að fólk hafi ekki kynnt sér málið,“ segir Ólafur. Eldgos á Reykjanesi við Lilta-Hrút. Eldgos er hafið við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesi, skammt frá Meradölum þar sem hraun kom upp á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Eru þetta bæði Íslendingar og útlendingar? „Aðallega útlendingar. Íslendingar voru áberandi með þetta á hreinu en útlendingarnir ekki alveg.“ „Það virðist vera að þeir útlendingar sem koma þarna hafi ekki raunverulega sýn á því hvað er í gangi og hversu hættulegt þetta er. Fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er langt og grýtt og hvað það verður kalt þarna á kvöldin,“ segir Ólafur „Fólk vill komast í hitann frá hrauninu en það gerir sér ekki grein fyrir því að það sé að fara ofan í lægð þar sem er gas.“ „Það virðist vanta upp á að útlendingar geri sér grein fyrir því hvað þetta er. Þegar fólk vill ekki afla sér upplýsinga og vill ekki lesa skiltin þá er rosalega erfitt að stjórna því. Þetta er stöðugur barningur, fólk áttar sig ekki á hættunni. Vill alltaf fara nálægt og jafnvel snerta hraunið.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. 19. júlí 2023 10:16 Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá. 19. júlí 2023 10:13 Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46 Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. 19. júlí 2023 09:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Stúlka örmagnaðist á gosstöðvum Töluverður erill var hjá lögreglunni á Suðurnesjum á gossvæðinu í gær og í gærkvöldi. Aðstoða þurfti nokkra göngugarpa og þá voru einhverjir sem ekki hlýddu fyrirmælum. Ekki gengur vel í öllum tilvikum að biðja fólk að halda sig utan hættusvæðis. 19. júlí 2023 10:16
Loka svæðinu klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður þá. 19. júlí 2023 10:13
Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19. júlí 2023 09:46
Ferðamaðurinn sem hneig niður á gosstöðvum látinn Ferðamaður sem hneig niður við gosstöðvarnar við Litla Hrút í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu landhelgisgæslunnar er látinn. 19. júlí 2023 09:07