Færri týnd börn með fíknivanda en áður Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 07:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður segir mikilvægt að foreldra tali saman. Vísir/Sigurjón Ekki hafa verið fleiri leitarbeiðnir vegna týndra barna síðan sumarið 2020. Lögreglumaður sem hefur unnið við leit að týndum börnum í áratug segir vanda þeirra hafa breyst. Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“ Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Í afbrotatölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að í júnímánuði þessa árs voru beiðnir vegna týndra barna á höfuðborgarsvæðinu alls 25, vegna fjórtán barna og hafa þær ekki verið svo margar síðan sumarið 2020. Sex leitarbeiðnanna voru vegna eins barns. Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar alls 103 en að baki beiðnunum eru 44 börn. Níu börn eiga í þessum beiðnum fleiri en fjórar beiðnir að leit. Erfitt þegar börn samþykkja ekki ramma Lögreglumaður sem hefur starfað við leit að börnum í um áratug segir það skipta miklu þegar margar beiðnir komi vegna eins barns. „Það sem hefur þarna áhrif er að einn einstaklingur á sex leitarbeiðnir. Það eru ýmis úrræði í boði fyrir krakkana og þegar það er verið að taka krakka úr lausum aðstæðum heima fyrir og setja honum ákveðinn ramma þá tekur það á að ramminn haldi,“ segir Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, en að hann hafi séð allt að fimmtán beiðnir á einn einstakling í einum mánuði. Annars konar vandi Hann segir að hann sjái þó breytingar á krökkunum og þeim vanda sem þau glíma við. „Það er minni fíknivandi en meiri annars konar vandi. Þroskaskerðingar, ýmsar greiningar, andleg veikindi og annað slíkt. Það er það sem kemur meira við sögu þessa dagana,“ segir hann og að börnin skili sér oft illa heim. „Eða að þau sætti sig ekki við þann ramma sem þeim hefur verið settur og eru úti með öðrum börnum. Þegar þau skila sér ekki heim þá komi leitarbeiðnin.“ En við hvaða aðstæður er hann að finna börnin? „Langoftast við góðar aðstæður. Þau eru oft með hverju öðru og það má kannski alveg ýta við foreldrum að spyrja þegar einhver fær að gista. Ekki láta krakkann segja að hann sé með leyfi heldur að staðfesta það sjálf,“ segir Guðmundur og að börnum reynist auðveldara í dag að eignast nýja vini. „Þetta hefur breyst mikið frá því að ég byrjaði þegar þau voru í stífri neyslu og við slíkrar aðstæður.“ Nýturðu starfsins enn eftir ellefu ár í starfi? „Ég væri ekki í þessu ef ég hefði ekki gaman af því og fengi stöðuga endurgjöf. Það er bæði endurgjöfin frá krökkunum og foreldrum þeirra en svo sér maður líka þau sem voru komin verulega út af sporinu orðin fjölskyldufólk í dag og maður mætir þeim. Þau heilsa og maður er kannski smástund að fatta, en það gefur rosalega mikið.“
Barnavernd Félagsmál Fíkn Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58 Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Forseti sæmdi fjórtán manns fálkaorðu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní. 17. júní 2023 15:58
Tók fuglana í bænum undir sinn verndarvæng í frosthörkum Óvenjulangar frosthörkur hafa orðið til þess að fjöldi fugla glímir við máttleysi eða hafa hreinlega drepist úr kulda eða hungri. Íbúi í Hafnarfirði hefur tekið fuglana í bænum undir sinn verndarvæng og gefur þeim allt að þrisvar sinnum á dag. 11. febrúar 2023 23:34
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent