„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Kristinn Haukur Guðnason og Kristján Már Unnarsson skrifa 19. júlí 2023 21:42 Ármann segir að erfitt hefði verið að finna fólkið sem stóð undir gígnum ef hann hefði hrunið ofan á það. Arnar Halldórsson Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira