Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 09:05 Fjöldi manna ruddu sér leið inn í sendiráðið og kveiktu í því. AP/Ali Jabar Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið. Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Tobia Billstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir engan starfsmann sendiráðsins hafa sakað í árásinni og gagnrýndi yfirvöld í Írak fyrir að bregðast skuldbindingum sínum varðandi það að verja sendiráð annarra ríkja. „Það sem gerðist er algerlega óásættanlegt og ríkisstjórnin fordæmir stranglega þessar árásir,“ hefur Reuters eftir ráðherranum. Hann sagði að ríkisstjórn Svíþjóðar myndi koma mótmælum fram til yfirvalda í Írak með formlegum hætti. Í frétt SVT segir að sendiráð Finnlands, sem sé við hlið sendiráðs Svíþjóðar, hafi einnig verið rýmt. Starfsmenn beggja sendiráðanna voru fluttir á brott áður en ráðist var á sendiráðið. Utanríkisráðuneyti Íraks hefur gefið út tilkynningu þar sem árásin er fordæmt. Ekkert segir um af hverju hún var ekki stöðvuð fyrr en í morgun. Þá segir í tilkynningunni að þeir sem tóku þátt í árásinni verði dregnir til ábyrgðar. Mennirnir ruddust inn í sendiráðið eftir að mjög áhrifamikill írakskur klerkur sjíta sem heitir Muqtada Sadr, kallaði eftir því að brugðist yrði við hinum fyrirhuguðu mótmælum í Svíþjóð í dag. Sadr á hundruð þúsunda fylgjenda og hefur áður boðað til umfangsmikilla mótmæla, eins og þegar stuðningsmenn hans ruddust inn á hið svokallaða „Græna svæði“ í Bagdad síðasta sumar. Þá kom til átaka milli mótmælenda og öryggissveita. Sjá einnig: Fimmtán látnir í átökum í Bagdad Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er inn í sendiráð Svía í Bagdad en það var einnig gert í síðasta mánuði. Þá kveikti írakskur maður í Kóraninum fyrir utan mosku í Stokkhólmi. Kóranbrennur hafa verið nokkuð tíðar í Svíþjóð og hafa þær verið harðlega gagnrýndar víðsvegar í ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta. Þær hafa meðal annars komið niður á umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið.
Svíþjóð Írak Tjáningarfrelsi Trúmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira