Tvö burðardýr fá þunga dóma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 14:38 Dómar eru óvenju harðir í fíkniefnamálum á Íslandi en óvenju vægir í ofbeldis og auðgunarbrotamálum. Vísir/Vilhelm Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Dómarinn Jónas Jóhannsson dæmdi manninn til tveggja ára og sex mánaða fangelsisvistar fyrir að flytja inn tæplega þrjú kíló af kókaíni til landsins. Þá var honum gert að greiða nærri tvær milljónir króna í lögfræði og málskostnað. Konan var dæmd til eins og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að flytja inn eitt og hálft kíló af kókaíni. Er henni gert að greiða tæpar tvær og hálfa milljón króna. Í dómunum tveimur kemur fram að fólkið hafi játað afdráttarlaust brot sín og að þau hafi gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málin. Þá hafi þau ekki orðið áður uppvís að refsiverðri starfsemi. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærði hafi verið eigandi þeirra fíkniefna sem hann flutti hingað til lands eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu,“ segir í báðum dómunum. Ísland sker sig úr Ísland hefur lengi skorið sig úr hvað varðar þunga dóma í fíkniefnamálum og sitja óvenju margir fíknifangar inni í íslenskum fangelsum. Til dæmis fékk hollenskt burðardýr átta ára fangelsisdóm fyrir nokkrum árum. Að sama skapi eru dómar í ofbeldismálum og auðgunarbrotamálum vægari á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira