Hjalti lætur af störfum í landsliðinu og Pavel tekur við Andri Már Eggertsson skrifar 20. júlí 2023 18:31 Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson á hliðarlínunni í leik gegn Spáni Vísir/Hulda Margrét Breytingar hafa verið gerðar á þjálfarateymi íslenska landsliðsins í körfubolta. Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur látið af störfum sem einn aðstoðarþjálfari liðsins. Pavel Ermolinskij kemur í hans stað. Pavel Ermolinskij, er fyrrum landsliðsmaður en hann lék alls 76 landsleiki frá árinu 2004 til 2022. Pavel fór í tvígang á lokamót Eurobasket árið 2015 og 2017. Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson hafa verið aðstoðarþjálfarar Craig Pedersen í A-landsliði karla í körfubolta. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Ulm í Þýskalandi, mun halda áfram í þjálfarateyminu en í stað Hjalta kemur Pavel sem gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í vor. KKÍ tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Í stuttu samtali við Vísi sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „Hjalti óskaði eftir því að fá að hætta sjálfur þar sem hann vildi eiga meiri tíma með fjölskyldunni í sumar. Þetta var allt gert í sátt og samlyndi.“ Hjalti Þór Vilhjálmsson tók í síðasta mánuði við kvennaliði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari í Subway-deild kvenna. Hjalti Þór ásamt Craig Pedersen og Baldri Þór Ragnarssyni framlengdu samning sinn í nóvember á síðasta ári til þriggja ára eða fram yfir Eurobasket 2025. Það var því nokkuð óvænt að breyting hafi verið gerð á landsliðsteyminu en Pavel Ermolinskij hefur komið eins og stormsveipur inn í körfuboltaþjálfun í meistaraflokki. Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í körfubolta, er einn af þeim sem gaf ekki kost á sér í þetta verkefni en Hörður Axel er bróðir Hjalta Þórs Vilhjálmssonar. Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, er fyrrum landsliðsmaður en hann lék alls 76 landsleiki frá árinu 2004 til 2022. Pavel fór í tvígang á lokamót Eurobasket árið 2015 og 2017. Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson hafa verið aðstoðarþjálfarar Craig Pedersen í A-landsliði karla í körfubolta. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Ulm í Þýskalandi, mun halda áfram í þjálfarateyminu en í stað Hjalta kemur Pavel sem gerði Tindastól að Íslandsmeisturum í vor. KKÍ tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Í stuttu samtali við Vísi sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, „Hjalti óskaði eftir því að fá að hætta sjálfur þar sem hann vildi eiga meiri tíma með fjölskyldunni í sumar. Þetta var allt gert í sátt og samlyndi.“ Hjalti Þór Vilhjálmsson tók í síðasta mánuði við kvennaliði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari í Subway-deild kvenna. Hjalti Þór ásamt Craig Pedersen og Baldri Þór Ragnarssyni framlengdu samning sinn í nóvember á síðasta ári til þriggja ára eða fram yfir Eurobasket 2025. Það var því nokkuð óvænt að breyting hafi verið gerð á landsliðsteyminu en Pavel Ermolinskij hefur komið eins og stormsveipur inn í körfuboltaþjálfun í meistaraflokki. Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í körfubolta, er einn af þeim sem gaf ekki kost á sér í þetta verkefni en Hörður Axel er bróðir Hjalta Þórs Vilhjálmssonar.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira