Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 23:23 Sigurður Sigurðarson en hann er áhugamaður um gönguleiðir. Vísir/Steingrímur Dúi Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þennan nýja möguleika en hægt er að aka inn á leiðina frá Krýsuvíkurvegi á móts við Vatnsskarðsnámu. Í suðri tengist hún inn á Suðurstrandarveg. Við vegamótin er skilti sem segir að þetta sé jeppavegur en ekki ætlaður fólksbílum. Í Krókamýri hittum við Sigurð Sigurðarson, sem gagnrýnt hefur lokun Vigdísarvallaleiðar. Í Krókamýri á Vigdísarvallaleið. Þar voru nokkrir bílar um miðjan dag og fór fjölgandi eftir að vegurinn var opnaður.Vísir/Steingrímur Dúi „Ég skil bara ekki hversvegna þessi leið hefur verið lokuð hérna, Vigdísarvallaleið. Hérna er styst yfir að gosstöðvunum,“ segir Sigurður en hann er áhugamaður um gönguleiðir og ritstýrði á árum áður tímaritinu Áfangar, um útivist, ferðamál og náttúru landsins. „Þetta heitir Krókamýri hérna og hér er styst að gosstöðvunum, aðeins fimm kílómetrar, og tiltölulega létt leið,“ segir Sigurður en tekur fram að þar séu fá bílastæði. Gönguleiðir að gosstöðvunum. Leiðin úr Krókamýri er styst.Grafík/Hjalti Sjálfur var hann að leggja upp í göngu að gosstöðvunum ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Sigurður telur verra að ganga upp frá Vigdísarvöllum, það sé mun erfiðari leið. Almannavarnir biðla hins vegar til fólks að ganga ekki þessa leið heldur halda sig við Meradalaleiðina sem þær segja miklu öruggari og betri. Og fjáreigendur í Grindavík eru óhressir því í Krókamýri er þeirra beitarhólf. „Það verður ekki lengi fallegt beitiland þegar eru komnir hér þúsund bílar. Nei, þá verður þetta allt bara troðið niður,“ segir Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík. Þórlaug Guðmundsdóttir, fjáreigandi í Grindavík.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir hún að göngufólk þurfi að fara yfir rafmagnsgirðingu og óttast að girðingin verði eyðilögð. „Það liggur við að það sé alveg eins hægt að segja okkur að smala núna, ef þeir leggja niður girðinguna, svo féð fari ekki út fyrir,“ segir Þórlaug. En er leiðin úr Krókamýri fyrir venjulegt fólk eða aðeins fyrir hrausta göngumenn? „Þetta er fyrir alla. Það er mjög auðvelt að fara hérna upp. Þið sjáið að þetta er ekki bratt,“ svarar Sigurður. Gönguleiðin upp úr Krókamýri. Fjær vinstra megin sést í eldgíginn við Litla-Hrút. Til hægri sést Keilir.Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er ekkert betri ganga heldur en hin. Þú þarft að fara töluvert upp og svo bara beint niður hinumegin áður en þú kemur inn á Selsvellina. Þetta er erfið ganga,“ segir Þórlaug. „Nei, nei, nei. Þetta er bara fínasta gönguleið. Þangað til þú kemur í hraunið. Menn þurfa bara að hafa vara á sér þar,“ segir Sigurður. „Við smölum hérna á hverju ári og búin að fara margar ferðir hérna. Þetta er miklu erfiðara,“ segir Þórlaug. Þess má geta að í Krókamýri er lækur með tæru vatni. Þar er einnig salerni á vegum Reykjanesfólkvangs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landbúnaður Grindavík Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02 „Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41 Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36 Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20. júlí 2023 14:02
„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. 20. júlí 2023 17:41
Ný, styttri en vandasöm leið opnuð göngufólki í dag Opið verður að gosstöðvunum við Litla-Hrút í dag frá Suðurstrandavegi. Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum í nótt. Ný gönguleið að gosinu verður opnuð í dag. 20. júlí 2023 11:36
Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi. 12. júlí 2023 23:35