Vél rýmd vegna veikinda farþega eftir langa bið í 37 stiga hita Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2023 08:47 Yfirvöld vilja svör við því hvers vegna farþegum var haldið í sjóðheitri vélinni. Getty/NurPhoto/Nicolas Economou Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvers vegna flugvél Delta Air Lines var kyrrsett á Harry Reid International Airport í Las Vegas í nokkrar klukkustundir í yfir 37 stiga hita á mánudag. Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita. Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Vélin átti að fljúga til Atlanta en fór aldrei á loft. Þess í stað voru farþegarnir látnir bíða í þrjá tíma, þar til svo margir þeirra höfðu veikst vegna hitans að vélin var rýmd. Sjúkraflutningamenn þurftu að sækja þrjá farþega sem höfðu fallið í yfirlið. Að sögn Kristu Garvin, framleiðanda hjá Fox News sem átti bókað flug þennan dag, var farþegum fyrst tilkynnt að það væri ekki hægt að innrita farþega á réttum tíma þar sem það vantaði flugliða. Eftir að farþegar fengu loks að fara um borð neyddust þeir svo til að bíða í þrjá tíma í viðbót, við vægast sagt ömurlegar aðstæður. „Þeir sögðu okkur að ýta á þjónustuhnappinn ef okkur vantaði aðstoð. Börn eru að öskurgráta. Þeir eru að afhenda sykursjúkum samlokur,“ tísti Garvin. Finally decided to take everyone off because too many people were sick and they want to try and cool down the plane. Praying they let us back on or we will be stuck here. pic.twitter.com/ds21XE3CXM— Krista Garvin (@Kristaanngarvin) July 18, 2023 Annar farþegi sagði að hún hefði orðið uppiskroppa með mat og bleyjur fyrir son sinn á meðan biðinni stóðþ Hann hefði sem betur fer verið rólegur. Annar sagði að fólk hefði ekki fengið vatn og að salernin hefðu verið lokuð. Að sögn Garvin var ákveðið að rýma vélina þar sem margir farþegar voru orðnir veikir sökum hitans og það átti að freista þess að kæla niður vélina. Þá var farþegum tilkynnt að áhöfnin hefði veikst. Delta hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið en segir málið í skoðun en Pete Buttigieg samgönguráðherra hefur krafið flugvélagið svara um það hvers vegna fólk var látið bíða svo lengi um borð í steikjandi hita.
Bandaríkin Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira