McIlroy í þokkalegum málum en Lambrechts þoldi ekki pressuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2023 14:33 Rory McIlroy var víða spáð sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. getty/Warren Little Rory McIlroy lék annan hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi á einu höggi undir pari. Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tveir af þeim kylfingum sem þykja hvað líklegastir til afreka á Opna breska hafa lokið leik í dag; McIlroy og Jon Rahm. Þeir eru í sætum tvö og þrjú á heimslistanum í golfi. Sem fyrr sagði lék McIlroy á einu höggi undir pari í dag og er í 14. sæti mótsins. Norður-Írinn fékk þrjá fugla á öðrum hringnum og tvo skolla. A potentially tricky position on 18. An impressive up and down.Rory McIlroy heads into the weekend under par. pic.twitter.com/MyYa14eeo5— The Open (@TheOpen) July 21, 2023 Rahm lék einnig á einu höggi undir pari í dag en er samtals á tveimur höggum yfir pari og í 50. sæti. Norðmaðurinn Viktor Hovland hefur einnig lokið leik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er samtals á pari og í 23. sæti. Stjarna gærdagsins, suður-afríski áhugamaðurinn Christo Lambrechts, hefur ekki náð sér á strik í dag og lék fyrri níu holurnar á fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á pari og kominn niður í 23. sæti. Lambrechts var með forystu eftir fyrsta hringinn. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er með fimm högga forystu á Tommy Fleetwood sem er nýbyrjaður að spila á öðrum hringnum. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira