Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-0 | Patrick Pedersen hetja Vals Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2023 21:15 Valsmenn fagna marki Pedersen Vísir/Anton Brink Valur tók á móti Fram í einni af þremur viðureignum kvöldsins í Bestu deild karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri Vals. Patrick Pederson skoraði markið á 16. mínútu eftir stoðsendingu Kristins Freys. Valur fer með þessum sigri upp fyrir Breiðablik í annað sæti deildarinnar, Fram situr áfram í því tíunda. Pedersen skoraði sitt fjórða mark í Bestu-deildinniVísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur var frekar opinn og spennandi þó Valur hafi heilt yfir verið betra liðið, þeir komu marki inn snemma og áttu mörg góð færi. Aron Jóhannsson lék á alls oddi inni á miðsvæði Vals, stýrði spilinu vel og kom sér í góðar stöður. Patrick Pedersen var sömuleiðis frábær í fremstu línu og hefði hæglega getað bætt öðru marki við. Patrick Pedersen skoraði eina markið Vísir/Anton Brink Gestirnir héldu boltanum illa og leyfðu Völsurum að stýra spilinu, en náðu þó að skapa sér nokkur marktækifæri. Albert Hafsteinsson var þeirra hættulegasti maður, spilaði sem framliggjandi miðjumaður og tókst oft að skapa sér gott pláss. Fram steig svo vel upp í seinni hálfleiknum, héldu boltanum vel og það var mun betri bragur yfir liðinu. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nægilega góð færi, Valsarar þéttu sínar raðir vel og gáfu fá tækifæri á sér. Óskar Jónsson og Hólmar Eyjólfsson í baráttunniVísir/Anton Brink Þrátt fyrir yfirburði Fram voru það Valsmenn sem áttu hættulegustu færi seinni hálfleiks, Ólafur Íshólm varði mark sitt stórkostlega eftir skalla Patrick Pedersen og nokkrum mínútum síðar átti Lúkas Logi skalla í þverslánna. Síðustu mínútur leiksins reyndu Fram allt sem þeir gátu til að koma jöfnunarmarkinu inn, gerðu breytingar í framlínu sinni og lögðu allt í sóknarleikinn. En Valsmenn héldu þetta út og hirtu stigin þrjú. Fram er með 14 stig í 16 leikjumVísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og komu marki inn snemma, hefðu átt að bæta við og ganga frá þessum leik en það tókst ekki. Þá spiluðu þeir bara flotta vörn og héldu marki sínu hreinu. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Íshólm var frábær í marki Fram og kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Aron Jóhannson var besti leikmaður fyrri hálfleiksins en týndist aðeins í þeim seinni. Hvað gekk illa? Framarar eru ólíkir sjálfum sér þessa dagana, liðið hefur verið duglegt að skora mörk en hafa nú ekki skorað í síðustu þremur leikjum, verða að nýta færin sín betur. Hvað gerist næst? Fram spilar strax á miðvikudaginn við Stjörnuna í Garðabæ. Valur fer í Vesturbæinn og spilar við KR, mánudaginn 31. júlí. „Þetta er ekki flókið, ef þú skorar ekki þá færðu ekkert út úr leikjum" Jón Sveinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tap kvöldsins. „[Mér líður] alltaf illa eftir tapleiki, ég lofaði að vísu marki í dag en stóð ekki við það, því miður. Þetta er ekki flókið, ef þú skorar ekki þá færðu ekkert út úr leikjum og því miður þá fengum við eitt á okkur þannig að þetta er niðurstaðan.“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Spilamennska liðsins hefur verið fín þó úrslitin detti ekki með þeim, liðinu tekst alltaf að skapa sér marktæki en hefur gengið illa að nýta þau. Þjálfarinn vonast til að enda þessa markaþurrð gegn Stjörnunni næsta miðvikudag. „Nýta færin og kannski búa til betri færi, það er eitthvað sem við þurfum bara að skoða og hefur ekki gengið nógu vel í þessum leikjum allavega. Höfum að vísu ekki mikinn tíma til að vinna í því, það er bara leikur á miðvikudaginn.“ Valur bar mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir þegar haldið var til hlés, en Fram liðið steig vel upp í þeim seinni. Lagði þjálfarinn fram einhverjar áherslubreytingar í hálfleik? „Ekkert þannig, fórum bara aðeins yfir hvernig fyrri hálfleikurinn hefði gengið og hvað við gætum gert betur. Ég er sammála því, við vorum töluvert sterkari í seinni hálfleiknum og stýrðum seinni hálfleiknum ágætlega og fengum einhver tvö, þrjú færi en sömuleiðis Valsararnir svosem. Þeir eru hættulegir fram á við og við brenndum okkur illa á því fyrri leiknum og það munaði litlu að þeir hefðu refsað okkur í dag líka.“ sagði Jón að lokum. „Frammistaðan okkar ekkert sérstök en þrír punktar, það er það sem skiptir máli“ Hlynur Freyr Karlsson var brattur eftir leikVísir/Anton Brink Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Vals, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Frammistaðan okkar ekkert sérstök en þrír punktar, það er það sem skiptir máli.“ sagði Hlynur Freyr Karlsson, miðjumaður Vals, að leik loknum. Valsliðið skapaði sér aragrúa af marktækifærum í fyrri hálfleik og hefðu getað gengið frá leiknum mun fyrr en þeir gerðu. Hlynur ítrekar þó að stigin þrjú séu það sem skiptir máli. „Það er alltaf best að gera það [skora fleiri mörk], en svona er þetta í fótbolta bara og eins ég segi þá eru þrír punktar það sem skiptir máli.“ Hann segist spenntur fyrir næsta slag liðsins sem verður gegn KR í Vesturbænum. „Það er alltaf erfitt að fara í Frostaskjólið og spila þar en við peppum okkur bara vel í gang og klárum það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Valur Fram Besta deild karla
Valur tók á móti Fram í einni af þremur viðureignum kvöldsins í Bestu deild karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri Vals. Patrick Pederson skoraði markið á 16. mínútu eftir stoðsendingu Kristins Freys. Valur fer með þessum sigri upp fyrir Breiðablik í annað sæti deildarinnar, Fram situr áfram í því tíunda. Pedersen skoraði sitt fjórða mark í Bestu-deildinniVísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur var frekar opinn og spennandi þó Valur hafi heilt yfir verið betra liðið, þeir komu marki inn snemma og áttu mörg góð færi. Aron Jóhannsson lék á alls oddi inni á miðsvæði Vals, stýrði spilinu vel og kom sér í góðar stöður. Patrick Pedersen var sömuleiðis frábær í fremstu línu og hefði hæglega getað bætt öðru marki við. Patrick Pedersen skoraði eina markið Vísir/Anton Brink Gestirnir héldu boltanum illa og leyfðu Völsurum að stýra spilinu, en náðu þó að skapa sér nokkur marktækifæri. Albert Hafsteinsson var þeirra hættulegasti maður, spilaði sem framliggjandi miðjumaður og tókst oft að skapa sér gott pláss. Fram steig svo vel upp í seinni hálfleiknum, héldu boltanum vel og það var mun betri bragur yfir liðinu. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nægilega góð færi, Valsarar þéttu sínar raðir vel og gáfu fá tækifæri á sér. Óskar Jónsson og Hólmar Eyjólfsson í baráttunniVísir/Anton Brink Þrátt fyrir yfirburði Fram voru það Valsmenn sem áttu hættulegustu færi seinni hálfleiks, Ólafur Íshólm varði mark sitt stórkostlega eftir skalla Patrick Pedersen og nokkrum mínútum síðar átti Lúkas Logi skalla í þverslánna. Síðustu mínútur leiksins reyndu Fram allt sem þeir gátu til að koma jöfnunarmarkinu inn, gerðu breytingar í framlínu sinni og lögðu allt í sóknarleikinn. En Valsmenn héldu þetta út og hirtu stigin þrjú. Fram er með 14 stig í 16 leikjumVísir/Anton Brink Af hverju vann Valur? Voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og komu marki inn snemma, hefðu átt að bæta við og ganga frá þessum leik en það tókst ekki. Þá spiluðu þeir bara flotta vörn og héldu marki sínu hreinu. Hverjir stóðu upp úr? Ólafur Íshólm var frábær í marki Fram og kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Aron Jóhannson var besti leikmaður fyrri hálfleiksins en týndist aðeins í þeim seinni. Hvað gekk illa? Framarar eru ólíkir sjálfum sér þessa dagana, liðið hefur verið duglegt að skora mörk en hafa nú ekki skorað í síðustu þremur leikjum, verða að nýta færin sín betur. Hvað gerist næst? Fram spilar strax á miðvikudaginn við Stjörnuna í Garðabæ. Valur fer í Vesturbæinn og spilar við KR, mánudaginn 31. júlí. „Þetta er ekki flókið, ef þú skorar ekki þá færðu ekkert út úr leikjum" Jón Sveinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tap kvöldsins. „[Mér líður] alltaf illa eftir tapleiki, ég lofaði að vísu marki í dag en stóð ekki við það, því miður. Þetta er ekki flókið, ef þú skorar ekki þá færðu ekkert út úr leikjum og því miður þá fengum við eitt á okkur þannig að þetta er niðurstaðan.“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Spilamennska liðsins hefur verið fín þó úrslitin detti ekki með þeim, liðinu tekst alltaf að skapa sér marktæki en hefur gengið illa að nýta þau. Þjálfarinn vonast til að enda þessa markaþurrð gegn Stjörnunni næsta miðvikudag. „Nýta færin og kannski búa til betri færi, það er eitthvað sem við þurfum bara að skoða og hefur ekki gengið nógu vel í þessum leikjum allavega. Höfum að vísu ekki mikinn tíma til að vinna í því, það er bara leikur á miðvikudaginn.“ Valur bar mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum og hefðu hæglega getað verið fleiri mörkum yfir þegar haldið var til hlés, en Fram liðið steig vel upp í þeim seinni. Lagði þjálfarinn fram einhverjar áherslubreytingar í hálfleik? „Ekkert þannig, fórum bara aðeins yfir hvernig fyrri hálfleikurinn hefði gengið og hvað við gætum gert betur. Ég er sammála því, við vorum töluvert sterkari í seinni hálfleiknum og stýrðum seinni hálfleiknum ágætlega og fengum einhver tvö, þrjú færi en sömuleiðis Valsararnir svosem. Þeir eru hættulegir fram á við og við brenndum okkur illa á því fyrri leiknum og það munaði litlu að þeir hefðu refsað okkur í dag líka.“ sagði Jón að lokum. „Frammistaðan okkar ekkert sérstök en þrír punktar, það er það sem skiptir máli“ Hlynur Freyr Karlsson var brattur eftir leikVísir/Anton Brink Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Vals, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Frammistaðan okkar ekkert sérstök en þrír punktar, það er það sem skiptir máli.“ sagði Hlynur Freyr Karlsson, miðjumaður Vals, að leik loknum. Valsliðið skapaði sér aragrúa af marktækifærum í fyrri hálfleik og hefðu getað gengið frá leiknum mun fyrr en þeir gerðu. Hlynur ítrekar þó að stigin þrjú séu það sem skiptir máli. „Það er alltaf best að gera það [skora fleiri mörk], en svona er þetta í fótbolta bara og eins ég segi þá eru þrír punktar það sem skiptir máli.“ Hann segist spenntur fyrir næsta slag liðsins sem verður gegn KR í Vesturbænum. „Það er alltaf erfitt að fara í Frostaskjólið og spila þar en við peppum okkur bara vel í gang og klárum það.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti