Harman átti hreint ótrúlegan hring í gær þar sem hann spilaði á sex höggum undir pari. Hann fékk fugl á fjórum hölum í röð ásamt því að fá örn á 18. holunni til að tryggja sér fimm högga forystu.
Fleetwood var á toppnum fram að magnaðri frammistöðu Harman og þurfti að ná pari í lokin til að halda í annað sætið.
Frammistaða Harman í gær, föstudag, er þó aðalumræðu efnið en hann er eini kylfingur mótsins sem spilaði undir pari á fyrsta og öðrum hring. Hann spilaði hringina tvo á 132 höggum sem er það sama og Tiger Woods gerði árið 2006 og Rory McIlroy gerði 2014, báðir unnu mótið.