„Felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 11:30 Haukur Andri hefur spilað með meistaraflokki ÍA síðan á síðustu leiktíð en heldur nú til Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Franska knattspyrnufélagið Lille lét sig ekki nægja að kaupa Hákon Arnar Haraldsson heldur fengu þeir til sín yngri bróðurinn frá ÍA, Hauk Andra. Haukur er aðeins 17 ára og segist hafa fellt tár þegar mamma hans tilkynnti honum að hann væri á leiðinni út í atvinnumennskuna, til Lille. „Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
„Ég er algjörlega himinlifandi, það er draumur að verða atvinnumaður. Að fara í svona risaklúbb, ég er bara himinlifandi yfir þessu. Hvernig ég frétti af þessu, það kom bara allt í einu að ég væri að fara til Lille,“ sagði Haukur Andri um tíðindin og hélt áfram. „Ég sat bara í sófanum og svo kallar mamma á mig og segir mér fréttirnar. Ég felldi bara tár, trúði varla því sem ég var að heyra,“ bætti Haukur Andri við. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Miðjumaðurinn ungi hefur leikið með ÍA í Lengjudeildinni í sumar ásamt því að hafa verið hluti af U-19 ára landsliði Íslands sem fór á lokamót EM í Möltu. Haukur Andri mun byrja í unglingaliði Lille en stefnir á að spila með bróður sínum í aðalliðinu. „Það eru ekki margir sem komast upp í aðalliðið hjá Lille en auðvitað er stóra markmiðið að komast þangað á endanum. Ég tek bara eitt skref í einu og byrja á því að þetta mun hjálpa mér töluvert að bæta mig sem leikmann. Ég horfi á þetta þannig.“ „Mjög ánægður að hafa hann mér við hlið, ef mig vantar eitthvað get ég alltaf spurt hann eða kærustuna hans. Svo er draumur að fá vonandi að spila með honum. Það mun verða erfitt, það er brött brekka framundan. Hann er mörgum skrefum á undan mér en ég verð að trúa á sjálfan mig og að ég geti komist á sama stað og hann. Það er þó töluverð brekka og ég þarf að spýta í lófana.“ „Ég hef ekki jafn miklar áhyggjur af fótboltanum og frönskunni. Ég myndi segja að franskan verði mun erfiðari. Eftir að hafa hlustað á þjálfarana tala við mig, ég skildi ekki orð,“ sagði Haukur Andir að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Franski boltinn Íslenski boltinn ÍA Tengdar fréttir Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30 Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12 Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20. júlí 2023 13:30
Haukur fylgir bróður sínum til Lille Haukur Andri Haraldsson er genginn í raðir Lille í Frakklandi. Þar hittir hann fyrir bróður sinn, Hákon Arnar. 20. júlí 2023 09:12