„Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2023 20:42 Sigurður Ragnar var ekki sáttur með að fá aðeins stig í dag. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. „Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum. Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
„Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti