Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 22:42 Sérfræðingar segja mikilvægt að minnka kolefnisspor jarðarbúa. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01