Bílar og mikið magn timburs juku brunaálag í eldsvoðanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 20:24 Í húsnæðinu voru meðal annars bílar og búslóðir. Stöð 2/Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði á horni Víkurbrautar og Hrannargötu í Reykjanesbæ í dag. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, segir að bílar, hjólhýsi og mikið magn timburs hafi aukið brunaálag í elsvoðanum. „Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Útkallið kom 25 mínútur yfir tólf og það tók okkur svona einn og hálfan tíma að ná tökum á ástandinu. Eins og þið sjáið erum við búin að drepa allan eld, það er verið að hreinsa rústirnar og við verðum með menn hérna til þess að tryggja að það kvikni ekki í aftur. En aðgerðir gengu vel og það slasaðist enginn. Þannig að ég held að við getum verið sáttir við þetta dagsverk,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir slökkvilið hafa fengið upplýsingar um að bílar, hjólhýsi, búslóðir og mikið magn að timbri væri geymt í húsinu og það hafi aukið álag brunans. „Þetta gerir það að verkum að eldmaturinn er náttúrlega gríðarlega mikill í húsinu og mikið brunaálag. Og við finnum alveg fyrir því í svona starfi þegar að brunaálagið er mikið. En sem betur fer var enginn i byggingunni, engin slys a fólki, enginn i neinni hættu og engar byggingar í nágrenninu í hættu þannig að þetta gekk vel,“ sagði Jón. Ekki er enn vitað hvað olli eldinum.Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir Hann segir eftirvinnuna þó drjúga og tímafreka. „Það þarf að moka upp og koma járni og öðru i burtu vegna þess að það hlífir eldinum ef það eru glæður undir þannig að við þurfum að moka þessu i burtu.“ Verktakar vinna nú að því að því að grafa upp úr rústunum þannig að hægt sé að tryggja vettvang og afhenda lögreglunni, þar sem málið er enn í rannsókn. Ekki er enn vitað um upptök eldsins.
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira