203 löndum boðið en þrjú útundan: „Viljum ekki að allt fari út böndunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 13:31 Thomas Bach er forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Vísir/Getty Ólympíusambönd 203 ríkja hafa verið boðin velkomin á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Aðeins þrjú sambönd eru útilokuð og segir Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, leikana eiga að verka sem sameinandi afl á tímum átaka. „Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira
„Hlutverk Ólympíuleikanna er að sameina allan heiminn í friðsamlegri samkeppni,“ sagði Bach á hátíð í Saint-Denis í Frakklandi í gær. Tilefni hátíðarinnar er að eitt ár er í að leikarnir hefjist og voru opinberlega send út boð á Ólympíunefndir heimsins, þar á meðal til ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Í okkar viðkvæma heimi með átökum, sundrungu og styrjöldum þurfum við á þessu sameinandi afli að halda meira en nokkru sinni fyrr,” „Ólympíuleikarnir verða alltaf að byggja brýr. Þeir mega aldrei reisa veggi.” sagði Bach enn fremur. Hættulegt að setja tímaramma 206 Ólympíunefndir ríkja eiga aðild að IOC. 203 þeirra fengu boð um þátttöku á leikunum í gær. Þær þrjár sem skildar eru útundan eru Ólympíunefnd Gvatemala, sem er í banni, og Rússlands og Hvíta-Rússlands vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Til þeirra átaka vísar Bach með orðum sínum að ofan. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi megi taka þátt undir hlutlausum fána. „Þegar við höfum skýrari mynd þar munum við taka ákvörðun,“ segir Bach um það. Hann segir að IOC muni ekki setja sér ákveðinn tímaramma, eða frest, til að ákveða slíkt. Það geti boðið hættunni heim. „En við munum ekki setja ákveðinn frest vegna þess að ef við myndum setja frest gætum við staðið frammi fyrir aðstæðum þar sem allir haga sér fram að frestinum, og síðan fari allt úr böndunum strax og hann er liðinn.“ segir Bach. Það er hins vegar búist við því að ákvörðun um slíkt verði tekin á þingi IOC í Mumbaí í október.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Rússland Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira