Bjargvættir Ingólfur Sverrisson skrifar 27. júlí 2023 14:00 Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tveir menn stóðu á bryggju og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Tók þá annar þeirra allt í einu undir sig stökk og hrinti hinum fram af bryggjunni. Sá var ósyndur og barðist um á hæl og hnakka í sjónum enda bráður bani búinn ef honum bærist ekki hjálp þegar í stað. Við þessa hræðilegu sjón tóku að renna tvær grímur á þann sem á bryggjunni stóð þar sem hann var ekki alveg samviskulaus þrátt fyrir allt. Því náði hann í björgunarhring, kastaði honum til félaga síns sem var að súpa síðustu hveljurnar fyrir dauða sinn og skipaði hinum drukknandi manni að grípa í hringinn. Þegar sá sem fallinu olli var búinn að drösla fórnarlambinu við illan leik upp á bryggjuna dreif að fólk og bar lof á bjargvættinn fyrir afrek hans og fórnarlund. Næstu daga var hann síðan hafinn upp til skýja í fjölmiðlum og á mannamótum og þökkuð þessi dásemd öll; hvílíkur maður, hvílíkt afrek. Hvar væri þessi þjóð án slíkra manna sem bjarga meðbræðrum sínum á örlagastundum? Þegar fórnarlambið komst til heilsu á ný fór það að þrástagast á því við sína nánustu að björgunarmaðurinn hefði sjálfur hrint honum fram af bryggjunni. Ættingjarnir báðu hann lengstra orða að segja engum frá þessu, jafnvel þótt allt væri þetta satt og rétt. Nú væri ríkjandi sú almenna trú í samfélaginu að maðurinn sem bjargaði honum væri af þeirri ástæðu einni hið mesta góðmenni og orðinn landsþekkt hetja. Þessu viðhorfi fengi enginn mannlegur máttur breytt enda ryður einlæg trú staðreyndum til hliðar ef því er að skipta. Því væri vita vonlaust að fá nokkurn til að trúa frásögn hans úr því sem komið var. Jafn vonlaust eins og að ætla sér að reyna að breyta sannfæringu þeirra sem trúa því að íslenska krónan hafi bjargað okkur frá miklum hörmungum í kjölfar Hrunsins um árið. Trúarsannfæringin mælir svo fyrir að þessi sama króna hafi verið sannkallaður bjargvættur og guðs gjöf á sama hátt og björgunarmaðurinn á bryggjunni sem hrinti saklausum manni í sjóinn. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun