Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. júlí 2023 08:00 Ása sneri aftur að heimili hennar og Rex Heuermann í dag. Facebook/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Að minnsta kosti tveir fréttamenn biðu við hús Ásu og Rex í gær þegar hún sneri aftur á heimili þeirra. Húsið hefur verið undir rannsókn síðustu daga í tengslum við mál Heuermann, sem hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. Við leit lögreglu í húsinu fundust meðal annars 279 skotvopn. Einnig var leitað að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda húsið um 150 dollara, eða 20 þúsund krónur. Sýnilega í uppnámi „Ekki tala við mig,“ kallaði Ása til fréttamanna. „Viljið þið taka myndir? Gjörið svo vel,“ sagði hún svo. „Ekki tala við mig,“ endurtók hún. Þegar fréttamenn spurðu hvort hún ætlaði að dvelja á heimilinu svaraði hún: „Gerið það, látið mig í friði. Það kemur ykkur ekki við.“ Í kjölfarið gaf hún fréttamönnum fingurinn, samkvæmt frétt New York Post. Ásamt Ásu var dóttir þeirra, Victoria Heuermann, 26 ára, og sonur, Cristopher Sheridan, 33 ára. Sá síðarnefndi virtist vera í uppnámi þegar miskunnarlausir ljósmyndarar smelltu af þeim myndum fyrir framan húsið. Í myndbandi New York Post hér að neðan má sjá atvikið í heild sinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RjM4QlZ9AH8">watch on YouTube</a> Þá segir að lögmaður meinta raðmorðingjans sé sá eini sem hafi heimsótt hann í gæsluvarðhald, þar sem hann hefur setið síðan 13. júlí. Greint var frá því í síðustu viku að Ása hafi sótt um skilnað frá Heuermann. Lögmaður hennar staðfesti það við fréttamiðilinn AP en gaf engar frekari upplýsingar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Hann sagði fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira