„Leiðin var styttri en við héldum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. júlí 2023 11:02 Þjóðverjarnir Charlie og Lea hoppupu af kæti þegar þær komu auga á gosið. Vísir/Steingrímur Dúi Erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti nærri gosstöðvunum í gær voru í skýjunum með upplifun sína. Sumir áttu von á erfiðari göngu en tuttugu kílómetra hringferðinni inn að Litla-Hrúti og til baka. „Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion frá Hollandi um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum hann með trompi,“ bætti Marion við. Tilfinningaríkt augnablik „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle. Kort af gosstöðvunum. Mælt er með því að fara bláu leiðina, gönguleið E. Svokallaða Meradalaleið. Jakob ferðafélagi hans lýsti augnablikkinu. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. Hoppuðu af kæti „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för.´ „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Hallgerður Kolbrún var á gosstöðvunum í gær og ræddi við ferðamenn, slökkviliðsstjóra auk þess að taka púlsinn á þyrluflugmanni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það var erfitt en það var þess virði,“ sagði ferðalangurinn Marion frá Hollandi um gönguna að eldstöðvunum. Með henni var Homm sem tók í sama streng. „Þetta var magnað. Þetta er einstök reynsla og fallegt að sjá. Við erum heppin því við erum í sumarleyfi hér og í sumarleyfinu upplifum við eldgos í virku eldfjalli. Þetta er óreúlegt og magnað,“ sagði Homm. Hollensku ferðamennirnir Marion og Homm létu sig ekki vanta við gosið. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er síðasti dagur frísins og við tókum hann með trompi,“ bætti Marion við. Tilfinningaríkt augnablik „Þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum eldgos í návígi,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Danielle. Kort af gosstöðvunum. Mælt er með því að fara bláu leiðina, gönguleið E. Svokallaða Meradalaleið. Jakob ferðafélagi hans lýsti augnablikkinu. „Já, það er tilfinningaríkt augnablik fyrir okkur að sjá eldgos. Þetta er annar dagurinn okkar á landinu. Gangan var mjög löng,“ sagði Jakob. Hoppuðu af kæti „Leiðin var styttri en við héldum því við héldum að þetta tæki 6-8 tíma, en það var ekki rétt,“ sagði hin þýska Charlie um gönguna að gosstöðvunum. „Við nutum þess að horfa á eldgosið,“ sagði Lea, sem var með henni í för.´ „En svo urðum við að ganga alla leiðina til baka,“ sagði Charlie og hló. „Þegar við sáum gosið hoppuðum við af kæti. Við sáum hraun í fyrsta sinn á ævinni.“ Hallgerður Kolbrún var á gosstöðvunum í gær og ræddi við ferðamenn, slökkviliðsstjóra auk þess að taka púlsinn á þyrluflugmanni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira