Elsti leikmaður NBA deildarinnar segir þetta gott Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2023 22:30 Udonis Haslem átti langan og farsælan feril í NBA deildinni. AP Elsti leikmaður NBA deildarinnar, Udonis Haslem leikmaður Miami Heat, hefur sagt þetta gott og lagt skóna á hilluna eftir 20 tímabil í NBA deildinni. Haslem spilaði allan sinn feril með Miami Heat og vann þrjá titla með félaginu. Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023 NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Haslem sem í dag er orðinn 43 ára spilaði annað hvort sem kraftframherji eða miðherji í mörgum frábærum liðum sem Miami Heat tefldi fram á undanförnum tveimur áratugum. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu en gekk til liðs við Heat og er talinn af mörgum holdgervingur þeirrar menningar sem einkennt hefur liðið frá South Beach og kallað er „Heat culture“ enda fyrirliði liðsins. Haslem er besti frákastari í sögu Miami Heat en á 20 ára ferli sínum tók hann í heild 5791 frákast en að meðaltali skilaði hann 6,6 fráköstum að meðaltali í leik. Þá skoraði hann 7,5 stig að meðaltali og gaf 0,8 stoðsendingar í 879 leikjum. Eins og fram hefur komið þá vann Haslem þrjá NBA titla en fyrsti kom í hús árið 2006 en þá voru aðalstjörnur liðsins Dwayne Wade og Shaquille O´Neal. Seinni tveir titlanir voru svo unnir árin 2012 og 2013. Þá var Wade enn í stóru hlutverki hjá liðinu en það var búið að hlaða heldur betur utan um hann en Lebron James, Chris Bosh og Ray Allen spiluðu allir með liðinu. Þá tók hann þátt í úrslitaeinvíginu gegn Denver Nuggets á liðnu tímabili og varð þar með sá elsti til að spila í úrslitum deildarinnar. Udonsi Haslem naut góðs af því að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum og hefur Miami Heat sagt að treyja hans, númer 40, muni verða hengd upp í rjáfur leikvallar liðsins í komandi framtíð. Haslem kvaddi aðdáendur sína og liðsins með færslu á samfélagsmiðlum sem má lesa hér að neðan. Forever a #HEATLegend pic.twitter.com/zb79Rm4bG4— Miami HEAT (@MiamiHEAT) July 28, 2023
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga