Myndband af atvikinu hefur vakið athygli.
Cardi B throws microphone at audience member who threw a drink at her. pic.twitter.com/alLgHMFshb
— Pop Base (@PopBase) July 30, 2023
Nokkuð hefur borið á því að aðdáendur hendi hlutum í átt að tónlistarmönnum á tónleikum undanfarið. Cardi B hafði greinilega fengið sig fullsadda af þessari hegðun tónleikagesta og kastaði hljóðnema sínum til baka.
Á myndbandinu sjást verðir Cardi B grípa í tónleikagestinn áður en Cardi hélt áfram með flutninginn.
Í umfjöllun CNN um málið segir að fleiri tónlistarmenn hafi lent í svipuð atviki þar sem tónliekagestir kasti einhverju að þeim á sviðinu, og jafnvel með þeim afleiðingum að tónlistarmenn hljóti skaða af. Þar megi nefna Harry Styles, Drake, Kelsea Ballerini og Bebe Rexha.