Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 07:36 Húsið er í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu. Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu.
Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent