Fabinho í hóp stjarnanna í Sádi-Arabíu og fimm miðjumenn hafa kvatt Anfield Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Fabinho er farinn til Sádi-Arabíu. Getty/James Williamson Liverpool hefur selt brasilíska miðjumanninn Fabinho til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu og þar með hafa fimm miðjumenn kvatt enska knattspyrnufélagið í sumar. Stjörnunum fjölgar að sama skapi enn í sádiarabísku deildinni. Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Fabinho, sem er 29 ára, skrifaði undir samning til þriggja ára við Al-Ittihad. Hann kom til Liverpool frá Monaco fyrir fimm árum, fyrir nánast sama verð og hann er nú seldur fyrir sem er um 40 milljónir punda. Fabinho er annar miðjumaðurinn sem fer frá Liverpool til Sádi-Arabíu í sumar því Jordan Henderson gekk til liðs við Al-Ettifaq, sem leikur undir stjórn Stevens Gerrard. Þar að auki hafa þeir James Milner, Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita allir kvatt eftir að samningar þeirra runnu út. What a journey. Thank you! https://t.co/3NumUt4xW8— Fabinho (@_fabinhotavares) July 31, 2023 Fabinho hittir fyrir stórstjörnur í sínu nýja liði því Karim Benzema og N‘Golo Kanté hafa einnig gengið til liðs við Al-Ittihad í sumar, sem og Portúgalinn Jota sem kom frá Celtic. Liðið leikur undir stjórn Nuno Espirito Santo, sam áður stýrði Wolves og Tottenham. Mikill fjöldi vel þekktra leikmanna hefur farið til Sádi-Arabíu í sumar og þannig fetað í fótspor Cristiano Ronaldo sem samdi við Al-Nassr síðastliðinn vetur. Allan Saint-Maximin frá Newcastle, Riyad Mahrez frá Manchester City, Roberto Firmino frá Liverpool og Edouard Mendy frá Chelsea hafa þannig allir farið til Al-Ahli í sumar. Ruben Neves, fyrrverandi fyrirliði Wolves, fór til Al-Hilal líkt og Kalidou Koulibaly frá Chelsea og Sergej Milinkovic-Savic, stjörnumiðjumaður Lazio. Ronaldo hefur einnig fengið nýja liðsfélaga í Marcelo Brozovic, fyrrverandi fyrirliða Inter, Alex Telles sem kom frá Manchester United og Seko Fofana sem kom frá Lens. Fleiri dæmi mætti nefna en keppni í sádiarabísku deildinni hefst 11. ágúst og er spilað í þessari 18 liða deild til loka maí.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti