Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:04 Gianluigi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir 23 ára feril Vísir/Getty Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli. Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023 Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira
Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Sjá meira
Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30