Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Teikning eftir listamanninn af perúska hlunkinum. Perucetus colossus er talinn vera þyngsta dýr allra tíma. AP/Alberto Gennari Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist. Dýr Perú Hvalir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist.
Dýr Perú Hvalir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira