Þúsund hjörtu slá í takt! Íris Róbertsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 18:00 Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðhátíð í Eyjum Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 149 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Þjóðhátíð er ein elsta menningarhátíð landsins. Einmitt þessi langa saga og hefð - og þessi órofa tenging við fortíð okkar og þá sem á undan fóru hér í Eyjum - leggur okkur ríkar skyldur á herðar. Við þurfum að hlúa að þessari miklu menningarperlu sem Þjóðhátíðin er. Við virðum sögu hennar og svipmót; hefðir og venjur. Við virðum kynslóðirnar sem héldu þessa hátíð á undan okkur; syngjum enn sömu lögin og ömmur okkar og afar og borðum meira að segja svipað bakkelsi! Og síðast en ekki síst: kynslóðirnar verja saman tíma Í Dalnum. Þetta er það sem gerir þessa hátíð að einstakri upplifun. Hátíðin hefur á þessum árum þroskast og dafnað, tilhlökkunin er alltaf jafn mikil hjá okkur heimafólki og gestum; að mæta í Dalinn. Í þjóðhátíðarvikunni er mikil stemming og nóg að gera hjá öllum við að undirbúa tjöldunina og „búsetuna“ í Dalnum. Rifja upp minningar frá fyrri hátíðum og hlusta á þau fjölmörgu frábæru þjóðhátíðarlög sem til eru og við þekkjum svo vel. Svo er hún auðvitað skemmtilegur hluti af okkar tímatali í Eyjum: hlutirnir gerast ýmist fyrir eða eftir Þjóðhátíð. Ein fyrsta minningin mín af Þjóðhátíð er frá því að ég var 6 ára og við fjölskyldan vorum að labba inn í Dal á setninguna. Ég var í nýjum heimasaumuðum skokk og ég man hvað mér fannst ég fín. Og ég man líka að ég hugsaði að Þjóðhátíðin væri svolítið eins og jólin; allir spenntir og glaðir og mamma sauma búin að sauma á okkur systur ný föt. Við sem búum í Eyjum og þeir sem hafa tengingar til Eyja þekkjum öll sögu Þjóðhátíðar og mikilvægi hennar og flest eigum við ómetanlegar minningar tengdar hátíðinni. Samvera fjölskyldunnar þegar kynslóðir koma saman og njóta þess að vera í Dalnum. Varðveitum þessa menningarperlu og minningarnar og höldum áfram að skapa nýjar. Í ár verða tveir Eyjakórar á sviðinu þegar þjóðhátíðarlagið verður frumflutt og þeir sem setið hafa í Brekkunni vita að þetta verður mögnuð stund. Og þegar Brekkusöngurinn hefst á sunnudagskvöldið skulum við hugsa fallega til Árna Johnsen sem kom honum á legg í núverandi mynd fyrir 46 árum. Blessuð sé minning hans. Þeir sem ekki hafa upplifað Þjóðhátíðina okkar eiga mikið eftir. Herjólfsdalur verður miðpunkturinn okkar næstu daga - „ Þó að nóttin mæti verður aftur bjart. Þegar þúsund hjörtu slá i takt.“ Sjáumst í Dalnum! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun