Búið að hreinsa eitruðu Bjarnarklóna af lóð N1 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 22:05 Framkvæmdastjóri N1 segir að sér þyki miður að ekki hafi verið brugðist fyrr við á lóð fyrirtækisins í vesturbæ Reykjavíkur. Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira