Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2023 19:30 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er ánægður með störf lögreglu hingað til á Þjóðhátíð. Vísir/Sara Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“ Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Mikil rigning hefur sett svip sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.Heldur færri lögðu leið sína í Herjólfsdal í gærkvöldi heldur en á föstudag en þrátt fyrir það var mikill erill hjá lögreglu sem meðal annars sinnti fjölmörgum fíkniefnamálum. Alls hafa komið upp um 40 mál sem tengjast fíkniefnum hingað til á Þjóðhátíð. „Það verður að taka mið af því að við erum með mjög öfluga fíkniefnalöggæslu núna. Við erum með fjóra hunda og sex menn bara í þessu. Þeir eru mjög mikið á ferðinni inni í dal, í bænum, við Herjólf og uppi á flugvelli. Þannig að við erum með mikið afl í þessu og ekkert skrítið að við séum að grípa svolítið af þessu,“ segir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Hann segir sérstaklega ánægjulegt þegar takist að stöðva söluaðila. Í nótt var karlmaður handtekinn með um fjörutíu grömm af kókaíni sem lögregla gerði upptæk. Átak gegn vopnaburði hefur heppnast vel Eitt kynferðisbrot hefur verið tilkynnt en Karl Gauti segir rannsókn þess vel á veg komin. Þá var tilkynnt um tvær minniháttar líkamsárásir í nótt. Þá hefur sérstakt átak lögreglu til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. „Þetta er einhver unglingamenning sem hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Við sáum fram á að ef þetta kæmi hingað þá gæti voðinn verið vís í svona margmenni og ákváðum að gera átak í þessu. Ég held að við höfum aðeins verið að stríða þessum aðilum sem eru kannski þekktir fyrir að bera á sér vopn,“ segir Karl Gauti. Leitað hefur verið á fólki áður en því er hleypt inn í Herjólfsdal. „Ef það eru einhverjir vafasamir aðilar þá höfum við skipt okkur af þeim. Við höfum gert mikið að því að leita að fólki í þessum tilgangi, til að reyna koma í veg fyrir þetta. Skilyrði til að komast inn í dal er að sjálfsögðu að leyfa leit.“ Búast má við fjölda fólks og mikilli stemningu þegar Þjóðhátíð nær hámarki við brekkusönginn í kvöld. Vísir/Vilhelm Í kvöld fer fram brekkusöngur í Herjólfsdal en sunnudagskvöldið er stærsta kvöld Þjóðhátíðar. Karl Gauti segir viðbragðsaðila við öllu búna. Fjöldi gæsluliða bætist við í kvöld þar sem von er á að gestum fjölgi um 1500 manns. „Hér hafa skipst á skyn og skúrir. Það var afskaplega gott veður á föstudeginum en í gærkvöldi kom úrhelli, einhver töluðu um monsún regn. Ég á von á því að menn fjölmenni bara í dalinn í kvöld og hvet gesti til að skemmta sér vel og virða mörk hvers annars. Og láta vita ef þeir verða varir við óeðlilega hegðun.“
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Vestmannaeyjar Fíkniefnabrot Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira