Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. ágúst 2023 16:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið iðin við að stefna fólki sem úthúðar henni. Drew Angerer/Getty Images Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur. Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi. Ítalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Breska hljómsveitin Placebo hélt tónleika í Tórínó í síðasta mánuði og þar nýtti söngvari hljómsveitarinnar, Brian Molko, tækifærið og sagði sitt álit á Giorgiu Meloni forsætisráðherra landsins, þannig að eftir var tekið. Úthúðaði forsætisráðherra við mikinn fögnuð Hann hrópaði yfir 5.000 áhorfendur að Meloni væri „skítapakk“, „kynþáttahatari“ og „fasisti“, við mikinn fögnuð viðstaddra. Borgaryfirvöld kærðu hann til saksóknara sem hóf rannsókn á ummælunum á þeim forsendum að þau væru hugsanlega móðgun við ítalskar opinberar stofnanir. Ítölsk dagblöð greindu frá því í vikunni að nú hefðu lögfræðingar Meloni sjálfir gripið til aðgerða og kært Molko fyrir ærumeiðandi ummæli. Hefur áður dregið blaðamenn og rithöfund fyrir dómstóla Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Meloni kærir fólk fyrir ærumeiðandi ummæli. Í fyrra dró hún tvo blaðamenn ítalska blaðsins Domani fyrir rétt vegna greinar sem þeir skrifuðu í blaðið. Þar héldu þeir því fram að hún hefði hjálpað flokksbróður sínum að landa viðskiptasamningi við ríkið um sölu á grímum í Covid-19 faraldrinum. Hún neitar þessum ásökunum og krefst 25.000 evra, andvirði tæpra fjögurra milljóna íslenskra króna í skaðabætur. Hún stefndi einnig rithöfundinum Roberto Saviano fyrir að kalla hana „bastarð“ og saka hana um að ráðast að samtökum og fólki sem helga sig hjálp við flóttafólk. Hann á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Margir blaðamenn kærðir á Ítalíu Samtök blaðamanna segja að óvíða í Evrópu sé eins mikið um málaferli gegn blaðamönnum og á Ítalíu. Þau hafa skorað á ítalska þingið að taka lögin um ærumeiðingar og hatursræðu til endurskoðunar og færa þau til samræmis við alþjóðleg viðmið um tjáningarfrelsi.
Ítalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira