Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun þar sem vísað er í orð Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals. Hann segir þetta eiga við um níutíu starfsmenn í landi – 65 á hvalstöðinni í Hvalfirði og 25 í frystihúsinu í Hafnarfirði – og 25 starfsmönnum í áhöfnum tveggja hvalbáta.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti þá ákvörðun sína að banna tímabundið veiðar á langreyð til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Ráðherra tilkynnti um um málið degi áður en veiðar Hvals áttu að hefjast í júní.
„Þeir sem voru byrjaðir eða rétt ókomnir eru allir við störf hjá okkur og við erum að gera okkur klára til að byrja veiðarnar þann 1. september,“ segir Kristján í samtali við blaðið. Hann segir starfsmenn sinna ýmsum verkefnum í sumar á meðan þess er beðið að hægt verði að hefja veiðar á ný. Þannig sé verið að dytta að ýmsu, mála og hreinsa og undirbúa veiðarnar eins og hægt er.