Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 12:06 Grínistinn Wayne Brady kom út úr skápnum sem pankynhneigður í gær. EPA/Jason Szenes Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People. Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People.
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira