Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. ágúst 2023 12:06 Grínistinn Wayne Brady kom út úr skápnum sem pankynhneigður í gær. EPA/Jason Szenes Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People. Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hinn 51 árs gamli Brady sem á þrjátíu ára feril að baki í sjónvarpi er þekktastur fyrir leik sinn í spunagrínþáttunum Whose Line Is It Anyway?. Brady var einnig kynnir í sínum eigin þáttum, The Wayne Brady Show og í keppnisþáttunum Let's Make a Deal. Brady deildi myndbandi á Instagram í gær þar sem hann mæmaði „It's All Coming Back to Me Now“ eftir Celine Dion. Við færsluna skrifaði hann löng skilaboð. Þar sagði „Ég er talsmaður andlegrar heilsu fyrir alla og hluti af því er gagnsæi á mér sjálfum. Í minni vinnu hef ég komist að ýmsum sannleik, einn af þeim er að ég vil vera til að elska hvern sem ég vil.“ „Þessi sannleikur gerir mig Pan og hluta af LGBTQ+ fjölskyldunni,“ sagði einnig. View this post on Instagram A post shared by Wayne Brady (@mrbradybaby) Pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður Brady er tvífráskilinn og á tvítuga dóttur úr seinna hjónabandi. Hann opnaði sig um kynhneigð sína, andlegt ferðalag sitt og viðtökur fjölskyldu sinnar við opinberun sinni í viðtali við People í gær. Brady útskýrði í viðtalinu að hann hafi komist að niðurstöðu um að hann væri pankynhneigður frekar en tvíkynhneigður af því fyrir honum þýddi pankynhneigð það að geta laðast að öllum sem skilgreina sig sem hinsegin, gagnkynhneigð, tvíkynhneigð, trans og kynsegin. Þannig fannst honum hann laðast betur þvert á hneigðir. „Tvíkynhneigður - nema með opinn hug,“ sagði hann kíminn. Brady sagðist hafa hafið ferðalag sitt í átt að sjálfsuppgötvun eftir að leikarinn Robin Williams féll frá af eigin hendi árið 2014. Hann hafi ekki bara farið að hugsa um andlega heilsu heldur einnig hvaða hlutverki hann þjónaði í heiminum og hvernig hann gæti elskað sjálfan sig. „Þegar ég opnaði þær dyr fyrir sjálfum mér þurfti ég að byrja að læra um mig sjálfan og játa hluti fyrir sjálfum sér sem ég hafði bælt, haldið aftur af eða vildi hreinlega ekki eiga við,“ sagði hann við People.
Hinsegin Hollywood Bandaríkin Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira