Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2023 13:03 Sigrún Ágústdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísir Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“ Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“
Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira