Að láta sér ekki nægja að berja trommur - Opið bréf til Einars Scheving Kári Stefánsson skrifar 9. ágúst 2023 14:31 Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi: Ég hef alltaf verið viss um að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir. Ég hef í engu breytt um skoðun hvað þetta varðar og ég er einnig á því að flestar aðgerðanna standist skoðun í ljósi þess sem við höfum lært síðan farsóttin skaut upp kollinum. fyrir þremur og hálfu ári. Það er hins vegar hollt og rétt og í samræmi við góð vinnubrögð að halda áfram að velta því fyrir sér hvað við gætum hafa betur gert. Það var ríkisstjórnin sem bar ábyrgð á öllum sóttvarnaraðgerðum í Covid-19. Þær voru að vísu nær allar gerðar að ráðum sóttvarnaryfirvalda en á ábyrgð ríkisstjórnar. Sóttvarnaryfirvöld sóttu sér ráð og aðra aðstoð víða í samfélaginu og meðal annars til mín og fólksins í kringum mig í Íslenskri erfðagreiningu. Þegar sóttvarnaryfirvöld fóru að ráðum mínum var það algjörlega á þeirra ábyrgð eins og það var á ábyrgð ríkisstjórnar þegar hún þáði ráð sóttvarnaryfirvalda. Í þau örfáu skipti sem okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu og sóttvarnaryfirvöldum bar ekki saman er okkur nú ljóst að sóttvarnaryfirvöld höfðu undantekningarlítið rétt fyrir sér og þau fóru að sinni sannfæringu en ekki okkar ráðum. Hvorki ég persónulega né Íslensk erfðagreining höfðum fjárhagslegan ávinning af faraldrinum. Það er ljóst á því sem þú hefur skrifað að þér þykir mjög miður og raunar fáránlegt að samfélagið skuli frekar hafa hlustað á mínar skoðanir á faraldrinum en þínar og þinna. Hér ertu býsna ósanngjarn við samfélagið vegna þess að þegar það metur skoðanir okkar á þessu máli þá horfir það til þess, að: A. Ég læknir og búinn að vera prófessor í læknisfræði við tvo af bestu háskólum heims, og hef unnið sem vísindamaður í læknisfræði í nær hálfa öld og tekið þátt í að skrifa um það bil 850 vísindagreinar sem búið er að vitna í 304 þúsund sinnum í vísindagreinum sem aðrir hafa skrifað, sem þýðir að hvað þetta snertir er ég meðal þeirra 0.0005% vísindamanna í heiminum í dag sem rísa hæst. Þetta bendir til þess að vísindasamfélagið meti framlag mitt engu minna en samfélagið á Íslandi. Þetta eru þær opinberu upplýsingar sem samfélagið hefur og þú verður að virða því til vorkunar að það veit ekki það sem ég og þú vitum að ég er í raun réttri bölvaður auli. B. Þú ert trymbill og sem slíkur mikill listamaður og með stíl sem mér finnst stórkostlegur og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þú hefur veitt margfalt meiri ánægju með þínu starfi en ég með mínu. Hins vegar þegar þú leggur frá þér kjuðana og ferð að tjá þig um heilbrigðismál eins og farsóttina þá lendir samfélagið í svolitlum vanda með að meta þann viskubrunn sem þú byggir skoðanir þínar á meðal annars af því það veit ekki það sem ég og þú vitum að þú ert mikill heilbrigðisvísindasnillingur. Nokkur efnisatriði í máli þínu: i.Þú gefur lítið fyrir þá ógn sem ég sagði í viðtalinu við Skoðanabræður að hafi steðjað af faraldrinum í upphafi. Mitt mat á þessari ógn var mjög svipað mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðiskerfa flestra landa í heiminum. Ég held að þín afstaða hljóti að markast af því að þú sért meiri hetja en við hin, og ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, sem er í það minnsta sú tilfinning sem maður fær þegar maður horfir á þig berja trumbur. Hún á hins vegar varla rætur í því að þú sért í betri aðstöðu til þess að meta heilbrigðisvá en við hin. Ekki gleyma því að á einum degi á einum spítala á Ítalíu dóu mörg hundruð manns í byrjun faraldursins. ii. Það er engin spurning að bólusetningar björguðu tugum ef ekki hundruðum milljóna mannslífa. Bóluefnin sem voru notuð eru býsna góð en gætu verið betri og eftir því sem veiran stökkbreyttist varð áhrifamáttur þeirra minni. Aukaverkanir af bólusetningunni voru svo sannarlega til staðar en ekki meiri en búast mátti við. Það má ekki gleyma því að öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir hætta á aukaverkunum. Þegar lyf og bóluefni eru gefin er verið að fikta í líffræði mannsins sem getur alltaf leitt til ófyrirsjánlegra áhrifa. Þess vegna er aldrei veitt leyfi fyrir þessum efnum fyrr en búið er að sýna fram á að hættan af því að nota þau sé minni en hættan af því að gera það ekki. Það var svo sannarlega gert við bóluefnin í þessum faraldri. Þau bóluefni sem voru mest notuð voru tvenns konar, RNA bóluefni og eitt annars konar. Það voru ívið meiri aukaverkanir af gamaldags bóluefninu en þeim sem byggðu á RNA. Ég velti upp þeirri spurningu í viðtalinu við Skoðanabræður hvort það hefði verið betra að sleppa yngra fólki við bólusetningu vegna þess að áhættumat hjá þeim gæti hafa verið annað en hjá þeim eldri en benti um leið á að til að byrja með var vonast til þess að bólusetning kæmi ekki bara í veg fyrir sjúkdóm heldur líka smit, sem þau drógu þó úr, og vegna hegðunarmynsturs væru þeir yngri líklegri til þess að bera veiruna á milli fólks. Það voru einfaldlega ekki forsendur fyrir hendi til þess að taka þá ákvörðun um að bólusetja ekki þá yngri. iii.Þú leggur mikla áherslu á bólgu í hjartavöðva sem aukaverkun af bólusetningu. Það er rétt að bólusetning gegn veirunni þrefaldar hættuna á henni en sýkingin sjálf átjánfaldar hana þannig að bólusetningin veitir sexfalda vörn gegn bólgunni. Að endingu vil ég benda þér á Einar að þú áfellist mig fyrir að hafa tjáð skoðanir á faraldrinum sem ég byggði á mati mínu á þeim vísindum sem voru til staðar bæði unnar af okkur og öðrum. Það er búið að vera starf mitt í hálfa öld að meta vísindi en samt er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ég hafi haft rangt fyrir mér í einu og öllu. Þú tjáir þig um faraldurinn þrátt fyrir að hafa enga sérþekkingu á málinu og sýnir enn einu sinni töluvert hugrekki sem ég dáist að og hvarflar ekki að mér að áfellast þig fyrir skoðanir þínar á málinu. Og síðan er sá möguleiki fyrir hendi þótt mér finnst líklegt að hann sé hverfandi að þú hafir rétt fyrir þér í einu og öllu. Höfundur er læknir og vísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Einar mér urðu á þau mistök að tjá mig um Covid-19 í viðtali við bræður tvo sem halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. Eitt er víst að ég hefði að öllum líkindum getað tjáð mig skýrar og síðan hitt að með því veitti ég þér og þínum tækifæri til þess að snúa út úr orðum mínum og endurtaka skoðanir sem samrýmast illa staðreyndum. Þess vegna finn ég mig knúinn til þess að benda á eftirfarandi: Ég hef alltaf verið viss um að þær aðgerðir sem stjórnvöld gripu til í faraldrinum hafi verið rökréttar miðað við þær forsendur sem lágu fyrir. Ég hef í engu breytt um skoðun hvað þetta varðar og ég er einnig á því að flestar aðgerðanna standist skoðun í ljósi þess sem við höfum lært síðan farsóttin skaut upp kollinum. fyrir þremur og hálfu ári. Það er hins vegar hollt og rétt og í samræmi við góð vinnubrögð að halda áfram að velta því fyrir sér hvað við gætum hafa betur gert. Það var ríkisstjórnin sem bar ábyrgð á öllum sóttvarnaraðgerðum í Covid-19. Þær voru að vísu nær allar gerðar að ráðum sóttvarnaryfirvalda en á ábyrgð ríkisstjórnar. Sóttvarnaryfirvöld sóttu sér ráð og aðra aðstoð víða í samfélaginu og meðal annars til mín og fólksins í kringum mig í Íslenskri erfðagreiningu. Þegar sóttvarnaryfirvöld fóru að ráðum mínum var það algjörlega á þeirra ábyrgð eins og það var á ábyrgð ríkisstjórnar þegar hún þáði ráð sóttvarnaryfirvalda. Í þau örfáu skipti sem okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu og sóttvarnaryfirvöldum bar ekki saman er okkur nú ljóst að sóttvarnaryfirvöld höfðu undantekningarlítið rétt fyrir sér og þau fóru að sinni sannfæringu en ekki okkar ráðum. Hvorki ég persónulega né Íslensk erfðagreining höfðum fjárhagslegan ávinning af faraldrinum. Það er ljóst á því sem þú hefur skrifað að þér þykir mjög miður og raunar fáránlegt að samfélagið skuli frekar hafa hlustað á mínar skoðanir á faraldrinum en þínar og þinna. Hér ertu býsna ósanngjarn við samfélagið vegna þess að þegar það metur skoðanir okkar á þessu máli þá horfir það til þess, að: A. Ég læknir og búinn að vera prófessor í læknisfræði við tvo af bestu háskólum heims, og hef unnið sem vísindamaður í læknisfræði í nær hálfa öld og tekið þátt í að skrifa um það bil 850 vísindagreinar sem búið er að vitna í 304 þúsund sinnum í vísindagreinum sem aðrir hafa skrifað, sem þýðir að hvað þetta snertir er ég meðal þeirra 0.0005% vísindamanna í heiminum í dag sem rísa hæst. Þetta bendir til þess að vísindasamfélagið meti framlag mitt engu minna en samfélagið á Íslandi. Þetta eru þær opinberu upplýsingar sem samfélagið hefur og þú verður að virða því til vorkunar að það veit ekki það sem ég og þú vitum að ég er í raun réttri bölvaður auli. B. Þú ert trymbill og sem slíkur mikill listamaður og með stíl sem mér finnst stórkostlegur og það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þú hefur veitt margfalt meiri ánægju með þínu starfi en ég með mínu. Hins vegar þegar þú leggur frá þér kjuðana og ferð að tjá þig um heilbrigðismál eins og farsóttina þá lendir samfélagið í svolitlum vanda með að meta þann viskubrunn sem þú byggir skoðanir þínar á meðal annars af því það veit ekki það sem ég og þú vitum að þú ert mikill heilbrigðisvísindasnillingur. Nokkur efnisatriði í máli þínu: i.Þú gefur lítið fyrir þá ógn sem ég sagði í viðtalinu við Skoðanabræður að hafi steðjað af faraldrinum í upphafi. Mitt mat á þessari ógn var mjög svipað mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðiskerfa flestra landa í heiminum. Ég held að þín afstaða hljóti að markast af því að þú sért meiri hetja en við hin, og ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut, sem er í það minnsta sú tilfinning sem maður fær þegar maður horfir á þig berja trumbur. Hún á hins vegar varla rætur í því að þú sért í betri aðstöðu til þess að meta heilbrigðisvá en við hin. Ekki gleyma því að á einum degi á einum spítala á Ítalíu dóu mörg hundruð manns í byrjun faraldursins. ii. Það er engin spurning að bólusetningar björguðu tugum ef ekki hundruðum milljóna mannslífa. Bóluefnin sem voru notuð eru býsna góð en gætu verið betri og eftir því sem veiran stökkbreyttist varð áhrifamáttur þeirra minni. Aukaverkanir af bólusetningunni voru svo sannarlega til staðar en ekki meiri en búast mátti við. Það má ekki gleyma því að öllum lyfjum og öllum bóluefnum fylgir hætta á aukaverkunum. Þegar lyf og bóluefni eru gefin er verið að fikta í líffræði mannsins sem getur alltaf leitt til ófyrirsjánlegra áhrifa. Þess vegna er aldrei veitt leyfi fyrir þessum efnum fyrr en búið er að sýna fram á að hættan af því að nota þau sé minni en hættan af því að gera það ekki. Það var svo sannarlega gert við bóluefnin í þessum faraldri. Þau bóluefni sem voru mest notuð voru tvenns konar, RNA bóluefni og eitt annars konar. Það voru ívið meiri aukaverkanir af gamaldags bóluefninu en þeim sem byggðu á RNA. Ég velti upp þeirri spurningu í viðtalinu við Skoðanabræður hvort það hefði verið betra að sleppa yngra fólki við bólusetningu vegna þess að áhættumat hjá þeim gæti hafa verið annað en hjá þeim eldri en benti um leið á að til að byrja með var vonast til þess að bólusetning kæmi ekki bara í veg fyrir sjúkdóm heldur líka smit, sem þau drógu þó úr, og vegna hegðunarmynsturs væru þeir yngri líklegri til þess að bera veiruna á milli fólks. Það voru einfaldlega ekki forsendur fyrir hendi til þess að taka þá ákvörðun um að bólusetja ekki þá yngri. iii.Þú leggur mikla áherslu á bólgu í hjartavöðva sem aukaverkun af bólusetningu. Það er rétt að bólusetning gegn veirunni þrefaldar hættuna á henni en sýkingin sjálf átjánfaldar hana þannig að bólusetningin veitir sexfalda vörn gegn bólgunni. Að endingu vil ég benda þér á Einar að þú áfellist mig fyrir að hafa tjáð skoðanir á faraldrinum sem ég byggði á mati mínu á þeim vísindum sem voru til staðar bæði unnar af okkur og öðrum. Það er búið að vera starf mitt í hálfa öld að meta vísindi en samt er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ég hafi haft rangt fyrir mér í einu og öllu. Þú tjáir þig um faraldurinn þrátt fyrir að hafa enga sérþekkingu á málinu og sýnir enn einu sinni töluvert hugrekki sem ég dáist að og hvarflar ekki að mér að áfellast þig fyrir skoðanir þínar á málinu. Og síðan er sá möguleiki fyrir hendi þótt mér finnst líklegt að hann sé hverfandi að þú hafir rétt fyrir þér í einu og öllu. Höfundur er læknir og vísindamaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar