Erfitt að kyngja en … Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2023 16:01 Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það gefur alltaf vafist fyrir okkur döff/táknmálsfólki hvernig eigi að mæla með því að táknmál verði alltaf valið og er í raun ekki valmöguleiki heldur full nauðsyn - lífsnauðsynlegt mál fyrir barn sem heyrir illa- er heyrnarskert eða heyrnarlaust. Okkur er uppálagt á að særa ekki foreldra / uppalendur og því þurfum við að fara mjög varlega í þessa umræðu. Í reynd „tipla á tánum“ Öll umræða um táknmál og mikilvægi þess gengur út á að vera ekki særandi, segja á mildan hátt og vera auðmjúk við foreldra en samt leiðbeinandi. Stundum er eins og hagsmunir og tilfinningar foreldra séu í forgangi, reyndar miklu meira en framtíðar möguleikar og hagsmunir barnsins til lengri tíma litið. Hagsmunir barnsins að eiga samskipti og það án hnökra gleymast. Litið er á táknmál sem eitthvað “val” og miklað það fyrir sér, jafnvel sagt að það er bara “til vandræða”. Við táknmálsfólk þekkjum ekki annað en að berjast fyrir táknmálinu, réttlæta það, segja sögu þess, láta fólk skilja mikilvægi táknmals út frá sögu þess. Táknmál var einu sinni bannað í 100 ár. Saga sem má ekki gleymast og alls ekki endurgerast. Við viljum fá að benda á mikilvægi táknmálsins á kýrskýran hátt svo að aðgengi barna að táknmáli sem og þeirra sem á hvaða aldri sem er og eiga við heyrnarmein að kljást sé alveg kýrskýrt samskipta aðgengi. Þannig að segi ég við ykkur hver sem þið eruð í hvaða aðstæðum sem þið eruð; kyngið því að táknmál er í fyrsta sæti í öllum aðstæðum. Lærið og fræðist af táknmálsfólki. Heyrnarlausu já. Látið engan segja ykkur að táknmál sé EKKI nauðsynlegt. Segið öðrum i nánasta samskiptahring að læra táknmál, því þegar upp er staðið þá eru allir ánægðir og engin pirringur. Það er alltaf einhver vegur að ánægju, stundum tyrfður, stundum hreinn og beinn. Sá sem nýtur táknmálsins í samskiptum við sinn nánasta hring græðir mest á því og þið líka. Þið sjáið ánægða manneskju þroskast og vaxa á leið út i lífið og umgangast jafningja sína. Táknmál er til „vandræða“ þegar það er talað niður af fólki sem ekki þekkir til þess. Táknmál er í útrýmingarhættu. Táknmál á skilið að það sé komið fram við það af virðingu. Táknmálsfólk er málfyrirmyndir. Táknmálstúlkar eru ekki málfyrirmyndir. Táknmálsfólk á alltaf að vera eftirsótt til skrafs og ráðagerða um táknmál, um táknmálsaðgengi og sjónræna vísun i fullkomið aðgengi. Táknmál og texta aðgengi á að vinna með til jafns í öllum aðstæðum. Íslenskt táknmál og íslensks tunga eru jafnrétthá samkvæmt lögum nr 61/2011. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun