Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 20:01 Þórhildur Mjølid dvelur nú á hóteli um 17 kílómetra frá heimili sínu, en bærinn sem hún býr í var rýmdur vegna aurskriða og vatnsveðurs. Þórhildur/AP Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri. Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri.
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira