Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. ágúst 2023 20:30 Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga og myndin af Rostungnum, sem vekur mikla athygli á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga
Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira