Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:20 Notendur forritsins hafa nú verið varaðir við því að það sé ekki víst að uppskriftirnar séu hæfar til neyslu. Getty Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar. Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar.
Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira