Twitter sektað fyrir að afhenda ekki gögn um Trump tímanlega Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2023 11:40 Leitarheimildin um aðgang Trump barst Twitter nokkrum mánuðum eftir að Elon Musk keypti fyrirtækið og sagði upp stórum hluta starfsliðsins. Vísir/AP Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump. Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana. Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Þegar embætti Jacks Smith, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti Twitter leitarheimildina fyrr á þessu ári settu lögmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins ekki upp á móti henni en mótmæltu tilskipun um að þeir mættu ekki upplýsa Trump um hana. Vildu þeir ekki afhenda gögnin fyrr en dómstóll hefði skorið úr um hvort þeir yrðu að hlýta tilskipuninni. Umdæmisdómari dæmdi sérstaka rannsakandanum í vil í 7. febrúar og taldi Twitter hafa óhlýðnast lögmætri tilskipun dómstóls með því að afhenda ekki gögnin strax. Twitter fékk skamman frest til þess að verða við leitarheimildinni, annars ætti fyrirtækið yfir höfði sér dagsektir. Þremur dögum síðar lét Twitter Smith gögnin í té. Dómarinn gerði fyrirtækinu að greiða 350.000 dollara í dagsektir fyrir dráttinn í mars, jafnvirði um 46 milljóna íslenskra króna. Áfrýjunardómstóll staðfesti þá niðurstöðu í júlí. Ekki er ljóst hvaða gögn embætti Smith fékk í hendur. Washington Post segir að af stefnu að dæma gæti það hafa verið drög að tístum, bein skilaboð og upplýsingar um hver hafði aðgang að Twitter-reikningi Trump. Í ákæru Smith á hendur Trump fyrir samsæri um að halda í völdin eftir að hann tapaði kosningunum er meðal annars rakið hvernig fráfarandi forsetinn notaði Twitter til þess að dreifa lygum um kosningar, beita embættismenn og kjörna fulltrúa þrýstingi og hvetja stuðningsmenn sína til þess að fjölmenna til Washington-borgar daginn sem múgur þeirra réðst á þinghúsið í janúar 2021. Trump neitar sök í málinu. Jack Smith, sérstaki rannsakandinn, fékk leitarheimildina í tengslum við rannsókn á tilraunum Trump til að halda í völdin vegna gruns um að skoðun á Twitter-aðganginum gæti leitt í ljós vísbendingar um glæpi.AP/J. Scott Applewhite Talinn geta reynt að hindra rannsóknina fengi hann að vita af leitinni Upplýsingarnar um leitarheimildina og sektina sem Twitter var dæmt til að greiða koma fram í dómskjölum sem leynd var létt af í gær. Þar kemur einnig fram að umdæmisdómari hafi talið ástæðu til að ætla að Trump gæti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða komast undan saksókn ef hann yrði látinn vita af leitarheimildinni fyrir Twitter-gögnin. Twitter setti Trump í bann eftir árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 en Elon Musk hleypti honum aftur á miðilinn eftir að hann keypti hann í fyrra. Trump hefur þó ekki látið sjá sig þar aftur. Trump sakaði dómsmálaráðuneytið um að „ráðast á“ Twitter-aðgang sinn á laun í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær. Fullyrti hann að rannsóknin á valdaránstilraun hans væri tilraun til þess að reyna að leggja stein í götu forsetaframboðs hans á næsta ári. Auk kosningamálsins ákærði Smith fyrrverandi forsetann fyrir misferli með hundruð leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og neitaði að skila þrátt fyrir umleitanir alríkisstofnana.
Twitter Samfélagsmiðlar Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01 Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04 Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Ætlar áfram að einblína á kosningarnar 2020 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta nýjustu ákæruna gegn sér til að halda því áfram fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Hann er ákærður fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna en ráðgjafar hans hafa hvatt hann til að leggja síðustu kosningar á hilluna. 4. ágúst 2023 16:01
Trump lýsir yfir sakleysi sínu Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. 3. ágúst 2023 21:04
Farið yfir ákæruna gegn Trump: „Sakborningurinn tapaði kosningunum 2020“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær ákærður fyrir viðleitni hans og tilraunir til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Trump tapaði fyrir Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur. 2. ágúst 2023 09:27