Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að líklegt sé að farið verði fram á framlengingu gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna.
Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út þann 15. ágúst. Lögregla hefur haft karlmann um fertugt í haldi síðan að morgni þess 17. júní. Tveir voru upprunalega handteknir en hinum manninum var sleppt.
„Við teljum okkur vera með ansi góða mynd af þessari atburðarás. Þess vegna hefur rannsóknin gengið svona hratt fyrir sig eins og raun ber vitni,“ segir Eiríkur.