Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:01 Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun