Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:01 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar