„Ég fann fimmtán stykki á örfáum mínútum“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. ágúst 2023 09:00 Stefanía Ösp Guðmundsdóttir, móðir og hjúkrunarfræðingur, rétt náði að koma í veg fyrir að sonur hennar innbyrgði nikótínpúða á leikvelli. Vísir/Dúi Sífellt fleiri tilkynningar berast eitrunarmiðstöð Landspítala vegna barna sem innbyrða nikótínpúða að sögn sérfræðings. Stefanía Ösp Guðmundsdóttir móðir nítján mánaða drengs sem rétt náði að koma í veg fyrir að hann borðaði púða á leikvelli í vikunni segir þá algjöra plágu. „Ég var úti með börnin mín á skólalóðinni þegar ég sé allt í einu að nítján mánaða strákurinn minn heldur á einhverju hvítu í hendinni sem er á leiðinni upp í munn. Ég stekk af stað og næ að kippa þessu úr hendinni á honum og sé að þetta er nikótínpúði. Þannig ég ákveð að ganga hring á skólalóðinni og ég fann fimmtán stykki á örfáum mínútum,“ segir Stefanía Ösp. Þekkt vandamál Stefanía vakti athygli á málinu á Facebook og eins og sést létu viðbrögðin ekki á sér standa. Foreldrar segja ástandið ólíðandi. Mikil aukning hefur orðið í notkun ungmenna á svokölluðum nikótínpúðum og svo virðist sem notuðu púðarnir eigi erfitt með að finna ruslatunnur, því þá má finna á víð og dreifð á götum borgarinnar, meðal annars á leikvöllum og skólalóðum. Stefanía Ösp týndi fjölda púða á nokkrum mínútum. Mynd aðsend Tilkynningum fjölgar Sérfræðingur hjá eitrunarmiðstöð Landspítalans segir tilkynningum vegna barna sem hafa innbyrt slíka púða fari sífell fjölgandi. Að meðaltali sé tilkynnt um eitt tilfelli á viku. „Ég held að margir átti sig ekki á hversu hættulegt þetta er. Það er lífshættulegt að innbyrða nikótínpúða fyrir börn og gæludýr þannig við þurfum öll að vera á varðbergi fyrir þessu,“ segir Stefanía Ösp. Auk hættunnar fylgi þessu mikill sóðaskapur. „Auðvitað þurfa þeir sem eru að nota púðana að henda þessu í ruslið en á meðan þetta er á götunum þá langar mig til að hvetja fólk að vera með hanska og pikka þetta upp svo að leiksvæði og skólalóðir verði öruggur staður fyrir börnin okkar,“ segir hún jafnframt og vekur um leið athygli á því að í nikótínpúðadollunum sé sérstakt hólf fyrir notaða púða. Nikótínpúðar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Nikótínpúðar gera líkamsræktarstarfsfólki lífið leitt Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt þessa dagana. Að sögn stöðvarstjóra kvarta gestir ítrekað yfir því að fólk skilji púðana eftir hér og þar en ekki í ruslinu. 21. júlí 2023 19:43 Óhugnanleg áhrif á taugaþroska og heilastarfsemi Fólk áttar sig almennt ekki á gríðarlegum styrkleika nikótíns í nikótínpúðum, að sögn doktors í lýðheilsuvísindum. Samkvæmt rannsóknum hafa púðarnir mikil áhrif á taugastarfsemi og draga úr gæðum sáðfrumna. 3. júlí 2023 07:00 Vilja vernda börn og ungmenni gegn viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir markmið breytinganna meðal annars hafa verið að vernda börn og ungmenni. 1. júlí 2023 12:52 Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér. 4. apríl 2023 14:56 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Ég var úti með börnin mín á skólalóðinni þegar ég sé allt í einu að nítján mánaða strákurinn minn heldur á einhverju hvítu í hendinni sem er á leiðinni upp í munn. Ég stekk af stað og næ að kippa þessu úr hendinni á honum og sé að þetta er nikótínpúði. Þannig ég ákveð að ganga hring á skólalóðinni og ég fann fimmtán stykki á örfáum mínútum,“ segir Stefanía Ösp. Þekkt vandamál Stefanía vakti athygli á málinu á Facebook og eins og sést létu viðbrögðin ekki á sér standa. Foreldrar segja ástandið ólíðandi. Mikil aukning hefur orðið í notkun ungmenna á svokölluðum nikótínpúðum og svo virðist sem notuðu púðarnir eigi erfitt með að finna ruslatunnur, því þá má finna á víð og dreifð á götum borgarinnar, meðal annars á leikvöllum og skólalóðum. Stefanía Ösp týndi fjölda púða á nokkrum mínútum. Mynd aðsend Tilkynningum fjölgar Sérfræðingur hjá eitrunarmiðstöð Landspítalans segir tilkynningum vegna barna sem hafa innbyrt slíka púða fari sífell fjölgandi. Að meðaltali sé tilkynnt um eitt tilfelli á viku. „Ég held að margir átti sig ekki á hversu hættulegt þetta er. Það er lífshættulegt að innbyrða nikótínpúða fyrir börn og gæludýr þannig við þurfum öll að vera á varðbergi fyrir þessu,“ segir Stefanía Ösp. Auk hættunnar fylgi þessu mikill sóðaskapur. „Auðvitað þurfa þeir sem eru að nota púðana að henda þessu í ruslið en á meðan þetta er á götunum þá langar mig til að hvetja fólk að vera með hanska og pikka þetta upp svo að leiksvæði og skólalóðir verði öruggur staður fyrir börnin okkar,“ segir hún jafnframt og vekur um leið athygli á því að í nikótínpúðadollunum sé sérstakt hólf fyrir notaða púða.
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Nikótínpúðar gera líkamsræktarstarfsfólki lífið leitt Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt þessa dagana. Að sögn stöðvarstjóra kvarta gestir ítrekað yfir því að fólk skilji púðana eftir hér og þar en ekki í ruslinu. 21. júlí 2023 19:43 Óhugnanleg áhrif á taugaþroska og heilastarfsemi Fólk áttar sig almennt ekki á gríðarlegum styrkleika nikótíns í nikótínpúðum, að sögn doktors í lýðheilsuvísindum. Samkvæmt rannsóknum hafa púðarnir mikil áhrif á taugastarfsemi og draga úr gæðum sáðfrumna. 3. júlí 2023 07:00 Vilja vernda börn og ungmenni gegn viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir markmið breytinganna meðal annars hafa verið að vernda börn og ungmenni. 1. júlí 2023 12:52 Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér. 4. apríl 2023 14:56 Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38
Nikótínpúðar gera líkamsræktarstarfsfólki lífið leitt Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt þessa dagana. Að sögn stöðvarstjóra kvarta gestir ítrekað yfir því að fólk skilji púðana eftir hér og þar en ekki í ruslinu. 21. júlí 2023 19:43
Óhugnanleg áhrif á taugaþroska og heilastarfsemi Fólk áttar sig almennt ekki á gríðarlegum styrkleika nikótíns í nikótínpúðum, að sögn doktors í lýðheilsuvísindum. Samkvæmt rannsóknum hafa púðarnir mikil áhrif á taugastarfsemi og draga úr gæðum sáðfrumna. 3. júlí 2023 07:00
Vilja vernda börn og ungmenni gegn viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir markmið breytinganna meðal annars hafa verið að vernda börn og ungmenni. 1. júlí 2023 12:52
Fjörutíu prósent karla 18 til 24 ára nota nikótínpúða daglega Tæplega fjörutíu prósent karla á aldrinum 18 til 24 ára notuðu nikótínpúða daglega á síðasta ári og hefur þeim fjölgað mikið á milli ára. Tannlæknir hefur áhyggjur af hraðri þróun og segir að hægt sé að gera betur í forvörnum. Dæmi séu um að fólk sofi með nikótínpúða uppi í sér. 4. apríl 2023 14:56
Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. 9. febrúar 2023 13:46