Fótbolti

Allt jafnt hjá Tottenham og Brentford

Siggeir Ævarsson skrifar
Cristian Romero skoraði fyrsta mark leiksins í dag. Hann fór svo af velli vegna höfuðmeiðsla og var ekki sáttur en hann vildi halda leik áfram
Cristian Romero skoraði fyrsta mark leiksins í dag. Hann fór svo af velli vegna höfuðmeiðsla og var ekki sáttur en hann vildi halda leik áfram Vísir/Getty

Tottenham og Brentford skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sanngjörn úrslit í jöfnum leik.

Þetta var fyrsti leikur Tottenham án Harry Kane sem gekk til liðs við Bayern í gær. Richarlison var því settur upp á topp en náði þó ekki að skora frekar en oft áður, en hann náði aðeins að skora eitt deildarmark í 27 leikjum með Tottenham í fyrra.

Þetta var ekki aðeins fyrsti leikur Tottenham án Kane því þetta var einnig fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ange Postecoglou sem virðist eiga ærið verkefni fyrir höndum að eyða þeim peningum sem Tottenham fékk fyrir Kane og kaupa réttu leikmennina.

Stuðingsmenn Tottenham stilla væntingum sínum fyrir tímabilið sennilega í hóf en Gary Lineker var bjartsýnn, í það minnsta eftir fyrsta markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×