Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 07:18 Javier Milei er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AP Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð. Argentína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Argentína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira