Tvær hliðar á öllum málum Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 12:30 „Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun