Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 06:45 Konráð segir þá sem urðu vitni að atvikinu á gatnamótunum hafa verið brugðið. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. „Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“ Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“
Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira