Al-Qaeda lýsir Danmörku og Svíþjóð stríð á hendur Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 10:16 Mótmælendur í Teheran í Íran brenna sænska fánann. Fjöldi múslimaríkja hefur verið ósáttur við að sænsk stjórnvöld banni ekki samkomur þar sem kveikt er í Kóraninum. Vísir/EPA Íslömsku hryðjuverkasamtökin al-Qaeda kalla eftir árásum á Danmörk og Svíþjóð vegna nýlegra Kóranbrenna í löndunum tveimur. Fyrrverandi leyniþjónustumaður segir að taka verði hótanir samtakanna grafalvarlega. Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum. Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Hótunin er sögð koma fram í yfirlýsingu frá al-Qaeda-samtökunum. Í henni felst stríðsyfirlýsing á hendur Danmörku og Svíþjóð, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Það hefur eftir dönsku leyniþjónustunni PET að brennur á Kóraninum hafi dregið neikvæða athygli að löndunum. Jacob Kaarsbo, fyrrverandi greinandi hjá dönsku leyniþjónustunni, segir að taka beri ógnina mjög alvarlega. Þetta sé stærsta öryggisógn við Danmörku frá Múhammeðsteikningunum árið 2008. Þá kallaði danskur skopmyndahöfundur yfir Danmörku reiði íslamskra öfgamanna með því að birta teikninga af spámanni þeirra. „Þetta er almennt ákall um árásir á Danmörku og Dani. Við vitum ekki hversu víða það nær, hversu áhrifamikið það er eða í hvaða kreðsum,“ segir hann við DR. Danska utanríkisráðuneytið segist fylgjast með öryggismálum við sendiráð Danmerkur erlendis. Af öryggisástæðum ræði það ekki hvort eða til hvaða ráðstafana sé gripið þar. Hægriöfgamenn sem hafa andúð á múslimum hafa ítrekað staðið fyrir brennum á Kóraninum, helgiriti múslima, í Danmörku og Svíþjóð undanfarin misseri. Slíkar brennur í Svíþjóð urðu meðal annars ástæða þess að tyrknesk stjórnvöld neituðu að leggja blessun sína yfir Atlantshafsbandalagsaðild landsins. Mótmælendur í Írak réðust einnig á sænska sendiráðið þar fyrr í sumar. Sænsk stjórnvöld hafa talið að þau hafi ekki heimild til þess að banna samkomur þar sem Kóraninn er brenndur þar sem slíkt rúmist innan tjáningarfrelsi borgaranna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegum inngangi hennar sagði ranglega að Ríki íslams hefði kallað eftir árásum.
Danmörk Svíþjóð Trúmál Tengdar fréttir Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09 Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05 Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Danir og Svíar íhuga bann á Kóranbrennum Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 31. júlí 2023 11:09
Kveiktu í sendiráði Svía í Írak Nokkur hundruð menn ruddust inn í sendiráð Svíþjóðar í Bagdad í Írak í morgun og kveiktu í ráðuneytinu. Ráðist var á sendiráðið eftir vegna skipulagðra mótmæla í Svíþjóð þar sem til stendur að brenna eintak af Kóraninum fyrir utan sendiráð Íraks í Stokkhólmi í dag. 20. júlí 2023 09:05
Svíar geti ekki reiknað með stuðningi Tyrkja vegna NATO-umsóknar Sænsk stjórnvöld ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi tyrkneskra stjórnvalda vegna umsóknar þeirra að NATO. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í gær, fáeinum dögum eftir að kveikt var í eintaki af Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi. 24. janúar 2023 07:09