Fjölgun Covid-19 smitaðra Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 11:51 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira