Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 15:32 Lilja Dögg Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneyti hennar að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt fyrr en búið er að móta framtíðina. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að Íslensku óperunni hafi verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt áður en búið sé að móta framtíð íslenskrar óperustarfsemi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að svo sé ekki. Ráðuneytið hafi átt í nánu samtali við forsvarsmenn Íslensku óperunnar um fjármögnun hennar í ár og á næsta ári. Búið sé að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar á þessum árum. Fjárframlögin séu til þess að koma til móts við skuldbindingar og standa straum af kostnaði við uppsetningu á verkinu Agnes sem sýna á haustið 2024. Áætlað sé að fjárframlög til stofnunarinnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. „Þannig hefur Íslensku óperunni ekki verið tilkynnt að fjárframlögum til hennar verði hætt áður en búið er að móta framtíð óperustarfsemi á landinu líkt og fram kemur í áskorun stjórnar hennar til ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að á næstunni verði auglýst eftir verkefnisstjóra til að sjá um undirbúning að stofnun þjóðaróperu. „Áfram verður unnið að því hvaða sviðsmynd að þjóðaróperu yrði líklegust til árangurs í íslenskum aðstæðum. Á sama tíma er til skoðunar í menningar- og viðskiptaráðuneyti hvernig hægt er að auka stuðning við grasrótarstarfsemi tengdri óperu.“ Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að Íslensku óperunni hafi verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt áður en búið sé að móta framtíð íslenskrar óperustarfsemi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að svo sé ekki. Ráðuneytið hafi átt í nánu samtali við forsvarsmenn Íslensku óperunnar um fjármögnun hennar í ár og á næsta ári. Búið sé að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar á þessum árum. Fjárframlögin séu til þess að koma til móts við skuldbindingar og standa straum af kostnaði við uppsetningu á verkinu Agnes sem sýna á haustið 2024. Áætlað sé að fjárframlög til stofnunarinnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. „Þannig hefur Íslensku óperunni ekki verið tilkynnt að fjárframlögum til hennar verði hætt áður en búið er að móta framtíð óperustarfsemi á landinu líkt og fram kemur í áskorun stjórnar hennar til ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að á næstunni verði auglýst eftir verkefnisstjóra til að sjá um undirbúning að stofnun þjóðaróperu. „Áfram verður unnið að því hvaða sviðsmynd að þjóðaróperu yrði líklegust til árangurs í íslenskum aðstæðum. Á sama tíma er til skoðunar í menningar- og viðskiptaráðuneyti hvernig hægt er að auka stuðning við grasrótarstarfsemi tengdri óperu.“
Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira