Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 15:32 Lilja Dögg Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneyti hennar að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt fyrr en búið er að móta framtíðina. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að Íslensku óperunni hafi verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt áður en búið sé að móta framtíð íslenskrar óperustarfsemi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að svo sé ekki. Ráðuneytið hafi átt í nánu samtali við forsvarsmenn Íslensku óperunnar um fjármögnun hennar í ár og á næsta ári. Búið sé að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar á þessum árum. Fjárframlögin séu til þess að koma til móts við skuldbindingar og standa straum af kostnaði við uppsetningu á verkinu Agnes sem sýna á haustið 2024. Áætlað sé að fjárframlög til stofnunarinnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. „Þannig hefur Íslensku óperunni ekki verið tilkynnt að fjárframlögum til hennar verði hætt áður en búið er að móta framtíð óperustarfsemi á landinu líkt og fram kemur í áskorun stjórnar hennar til ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að á næstunni verði auglýst eftir verkefnisstjóra til að sjá um undirbúning að stofnun þjóðaróperu. „Áfram verður unnið að því hvaða sviðsmynd að þjóðaróperu yrði líklegust til árangurs í íslenskum aðstæðum. Á sama tíma er til skoðunar í menningar- og viðskiptaráðuneyti hvernig hægt er að auka stuðning við grasrótarstarfsemi tengdri óperu.“ Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar. Þar sagði að Íslensku óperunni hafi verið tilkynnt að rekstrarframlögum til stofnunarinnar verði hætt áður en búið sé að móta framtíð íslenskrar óperustarfsemi. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að svo sé ekki. Ráðuneytið hafi átt í nánu samtali við forsvarsmenn Íslensku óperunnar um fjármögnun hennar í ár og á næsta ári. Búið sé að tryggja fjárframlög til stofnunarinnar á þessum árum. Fjárframlögin séu til þess að koma til móts við skuldbindingar og standa straum af kostnaði við uppsetningu á verkinu Agnes sem sýna á haustið 2024. Áætlað sé að fjárframlög til stofnunarinnar nemi samtals 334 milljónum króna á tímabilinu. „Þannig hefur Íslensku óperunni ekki verið tilkynnt að fjárframlögum til hennar verði hætt áður en búið er að móta framtíð óperustarfsemi á landinu líkt og fram kemur í áskorun stjórnar hennar til ríkisstjórnarinnar,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að á næstunni verði auglýst eftir verkefnisstjóra til að sjá um undirbúning að stofnun þjóðaróperu. „Áfram verður unnið að því hvaða sviðsmynd að þjóðaróperu yrði líklegust til árangurs í íslenskum aðstæðum. Á sama tíma er til skoðunar í menningar- og viðskiptaráðuneyti hvernig hægt er að auka stuðning við grasrótarstarfsemi tengdri óperu.“
Íslenska óperan Menning Tónlist Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira