Spá fjórtándu stýrivaxtahækkuninni í röð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2023 13:35 Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,25 prósentustiga hækkun. vísir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,25 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%. Þann 24. maí síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig. Mikil óánægja ríkti meðal landsmanna en þá voru stýrivextirnir þegar orðnir 133 prósentum hærri en á evrusvæðinu. Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum, segir í hagsjá Landsbankans. „Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð. Telur hagfræðideildin að það væri óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika. „Aðeins sjö vikur eru á milli næstu tveggja funda peningastefnunefndar og því hefur hún tækifæri til að hækka vexti aftur strax í október ef hún telur þörf á.“ Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hækkunin yrði sú fjórtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 8,75% í 9,0%. Þann 24. maí síðastliðinn hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1,25 prósentustig. Mikil óánægja ríkti meðal landsmanna en þá voru stýrivextirnir þegar orðnir 133 prósentum hærri en á evrusvæðinu. Það er fleira en hjaðnandi verðbólga sem styður þá kenningu að nefndin taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum, segir í hagsjá Landsbankans. „Helst ber að nefna að vaxtahækkanir virðast loks farnar að slá á innlenda eftirspurn. Kortavelta Íslendinga innanlands hefur nú dregist saman fimm mánuði í röð og heildarkortaveltan fjóra mánuði í röð, eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust frá ágúst 2021. Þá hefur íbúðamarkaður haldið áfram að kólna í sumar og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað tvo mánuði í röð. Telur hagfræðideildin að það væri óvarlegt að halda vöxtum óbreyttum, ekki síst í ljósi þess hversu stutt er í næstu kjaraviðræður. Nefndinni hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags og sér sig sennilega knúna til að minna á að Seðlabankinn muni áfram beita sér til þess að stuðla að verðstöðugleika. „Aðeins sjö vikur eru á milli næstu tveggja funda peningastefnunefndar og því hefur hún tækifæri til að hækka vexti aftur strax í október ef hún telur þörf á.“
Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56 Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Vonandi ekki þjóðarsátt um að Seðlabankinn bregðist einn við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins standi undir sinni ábyrgð og taki þátt í því að bregðast við verðbólgu og verðbólguvæntingum með Seðlabanka Íslands. 24. maí 2023 10:56
Spyr hvers vegna seðlabankastjóra sé leyft að grafa undan lífskjörum lágtekjufólks Formaður Eflingar segir ríkisstjórnina ekki gera neitt til að draga úr neyslu hátekjufólks og segir hana eftirláta Seðlabankanum að grafa undan lífskjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Sá hópur standi berskjaldaður gagnvart flæðandi „verðbólgu- og vaxtahrauni“. 24. maí 2023 12:51